27.4.2015 | 20:50
Hvað býr að baki?
Þegar settar eru fram kröfur um tuga, jafnvel hundruða prósenta launahækkanir sem öllum er ljóst að setja myndu hér allt á annan endann, vaðið af stað í verkföll sem fyrst og fremst er ætlað að skaða veikt fólk og þá sem reiða sig á opinbera aðstoð, hlýtur sú spurning að vakna hvað í ósköpunum vaki eiginlega fyrir forystumönnum launþega.
Þeir vita vel að engin leið er að samþykkja þessar kröfur.
Þeir vita að verði þær samþykktar leiðir það til atvinnuleysis og verðbólgu.
----------------------
Er ekki einfaldlega líklegast að fyrirgangurinn hafi þann tilgang einan að koma ríkisstjórninni frá?
Er ekki þessum félögum hvort eð er stjórnað af andstæðingum hennar?
Þeim tókst ætlunarverkið 2009. Nú á að gera eins aftur. Þá kemur það sér vel að fámenn klíka sósíalista ræður málum launþega í gegnum afar vel skipulagt kerfi og í krafti löglegs ofbeldis.
![]() |
VR undirbýr verkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.4.2015 | 16:31
Verkföll og fasismi
Í ljósi þess að einhverjir einstaklingar hafa verið svo smekklegir að lýsa tillögu Péturs um að þeir sem með verkföllum skaða þriðja aðila vísvitandi verði látnir sæta ábyrg, er rétt að árétta eftirfarandi:
1. Þar sem samningsfrelsi ríkir geta verkföll tæpast átt sér stað. Launþegar semja þá beint við vinnuveitendur, hver um sig, og séu þeir ósáttir við launin hætta þeir einfaldlega störfum.
2. Af einhverjum ástæðum virðist enginn amast við verðsamráði launþega, en þegar kemur að fyrirtækjum er verðsamráð bannorð. Með öðrum orðum: Iðnaðarmenn sem starfa í eigin nafni mega hafa með sér verðsamráð en ef sömu menn stofna hlutafélög um rekstur sinn, hver og einn, mega þeir ekki hafa verðsamráð. Mjög algengt er raunar að fólk skilji alls ekki að pólitík verkalýðsfélaga er ekkert annað en samráð um verð og með verkföllum er ofbeldi beitt til að ná samráðinu fram.
3. Það er ósiðlegt að nota sér neyð annarra til að hagnast af því sjálfur. Það er nákvæmlega þetta sem verið er að gera þegar stór launþegasamtök skipuleggja verkfall hjá fáum félagsmönnum til að valda til dæmis fársjúku fólki tjóni.
![]() |
Þörf á ljótum aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 27. apríl 2015
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar