12.3.2015 | 22:58
Hmmmm...
Er nú ekki ástæðulaust að hlaupa upp til handa og fóta út af þessu? Hefur svona yfirlýsing yfir höfuð nokkra einustu þýðingu? Ég á erfitt með að sjá það. Er ekki miklu skynsamlegra fyrir aðildarsinna að láta þetta bara sem vind um eyrun þjóta?
![]() |
Fólk hljóp bara frá kvöldmatnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2015 | 18:43
Furðulegur fréttaflutningur
Í skýrslunni sem um ræðir kemur glöggt fram að verðlag innfluttra vara er enn umtalsvert lægra en gengisþróun krónunnar gefur tilefni til frá því að hún hrundi árið 2008. Það segir sig auðvitað sjálft að til lengri tíma litið hlýtur verðlag að nýju að nálgast það að verða í eðlilegu samhengi við gengi krónunnar. Það er því bersýnilega eðlilegt að sú þróun haldi áfram um hríð. Þar af leiðandi er fullkomlega eðlilegt að verð hafi á undanförnu ári hækkað meira en gengisþróun hefur gefið tilefni til. Þeirri þróun lýkur aðeins þegar jafnvægi næst.
Fréttin er bersýnilega spunnin gagnrýnislaust upp úr fréttatilkynningu hins svonefnda Samkeppniseftirlits. Í fréttatilkynningunni er að vanda gefið í skyn að verðþróun á matvörumarkaði sé ekki í samræmi við gengisþróun, þvert á þær staðreyndir sem fram koma í skýrslunni. Það væri skiljanlegt ef skýrslan væri frá Neytendasamtökunum eða Alþýðusambandinu að slíkur málflutningur væri viðhafður. En Samkeppniseftirlitið er opinbert stjórnvald og því eru meira að segja faldar mjög víðtækar valdheimildir. Það er kominn tími til að tekið verði til í þessari stofnun enda ótækt að hún dæli út rangfærslum og þvælu ár eftir ár athugasemdalaust.
![]() |
Matarverð fylgdi ekki gengisþróun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 12. mars 2015
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 288229
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar