Heimskingjar

Í ályktun VG í Reykjavík segir að málaferlin gegn Geir Haarde séu uppgjör við frjálshyggjuna.
Nú er það vitanlega alrangt að þörf sé á einhverju uppgjöri við frjálshyggjuna, enda lá rótin að hruni bankanna og gjaldmiðilsins í opinberri peningastefnu og opinberum stuðningi við fjármálastofnanir, jafnt hér og annars staðar. Nær væri að gera uppgjör við þá pólitík alla.

Um þetta geta menn þó verið ósammála.

En aðeins heimskingjar halda að með málaferlum yfir manni sem leiddi ríkisstjórn sem tók við völdum EFTIR að öll þessi meinta frjálshyggja óð uppi sé gert upp við frjálshyggjuna.

Mig minnir að síðasta ályktun þessara einstaklinga hafi verið að hirða ætti jarðirnar af bændum og færa þær, ja, líklega alþýðuráðunum. Og nú kemur þetta. Hvað um greindarpróf?


mbl.is Skora á þingmenn VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmannlegt og rökrétt

Það er stórmannlegt af Ögmundi að viðurkenna að mistök hafi verið gerð, ekki aðeins með því að ákæra Geir einan heldur einnig með því að ætla yfirleitt að draga fáeina stjórnmálamenn fyrir dóm vegna atburða sem augljóst er að þeir báru alls ekki ábyrgð á einir og líklega aðeins að afar litlu leyti.
Eins og Ögmundur útskýrir átti aðdragandi efnahagshrunsins ekki síst rætur í hjarðhegðun þar sem hver apaði eftir öðrum og allir forðuðust að hlusta á gagnrýnisraddir. Sá hefndarhugur sem málshöfðunin byggir á átti sér ekki ólíkar sálfræðilegar rætur. Það ber vott um stórmennsku og skýra hugsun að viðurkenna þetta.
mbl.is Rangt að ákæra Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. janúar 2012

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband