Á móti skattahækkunum, en ...

Það er vissulega löngu kominn tími til að Samtök atvinnulífsins beiti sér gegn skattahækkunum. Þar hafa þau dregið lappirnar allt of lengi, væntanlega í þeirri von að ráðandi aðilar innan þeirra, verktakar og útgerðarmenn, fái í sinn hlut verkefni á kostnað ríkisins og ókeypis hráefni.

En tökum eftir einu. Tökum eftir þeim orðum Vilhjálms að "vilji ríkisstjórnin ekki koma fjárfestingum, atvinnulífinu og vegaframkvæmdum af stað þá hljóti að vera rökrétt að stilla umfang ríkisins af í stað skattahækkana." Hvað er hér á ferðinni? Jú, nú er boðið upp á skipti: Við skulum fallast á skattahækkanir ef þið lofið að skuldsetja afkomendur okkar til að útvega verktökunum verkefni. Bara ef þið viljið vera svo væn að gera það þá skulum við fallast á hvaða skattahækkanir sem er og allan þann hallarekstur á ríkissjóði sem þið viljið!

---------------------------------

Það er kominn tími á ný samtök vinnuveitenda, samtök sem standa vörð um hagsmuni alvöru fyrirtækja sem rekin eru á frjálsum markaði, sækja tekjur til einkaaðila sem vilja greiða fyrir þjónustu þeirra, og borga sjálf fyrir hráefni sitt.


mbl.is Gegn mögulegum skattahækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. ágúst 2011

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband