Menntunaröryggi?

Nú þegar fæðuöryggið er tekið að bíta almennilega og veitingastaðir hættir að bjóða upp á annað en djúpfrysta sviðakjamma snúa stjórnvöld sér að því að tryggja landsmönnum menntunaröryggi.
Menntunaröryggi felst í fyrsta lagi í því að tryggja aðgang að innlendri menntun svo þjóðin verði ekki fyrir barðinu á menntunarskorti þegar landið einangrast vegna yfirvofandi styrjaldar innan Evrópusambandsins sem mun vera alveg að bresta á.

Í öðru lagi snýst það um að forðast að óhörðnuð ungmenni smitist af varasömum hugmyndum sem gjarna eru á kreiki í útlendum háskólum, beri þær hingað heim þar sem þær gætu breiðst út í íslenskum háskólum. Slíkt yrði mikill skaði enda erum við í þeirri einstæðu stöðu að hafa hér hundrað bestu háskóla í heimi miðað við höfðatölu og höfum því ekkert til útlanda að sækja í þeim efnum.

Í þriðja lagi forðar menntunaröryggi síðan því að þetta fólk kynnist alminlegu keti í útlöndum og því er menntunaröryggið líka liður í að tryggja betur að þjóðin sætti sig við fæðuöryggið.

Í fjórða lagi dregur svo menntunaröryggið mjög úr hættu á að háskólamenntað fólk ílengist erlendis við störf. Þannig tryggjum við til dæmis að áfram verði nokkrir læknar ranglandi um ganga nýja Landspítalans þegar hann verður búinn að breiða úr sér yfir mestöll Þingholtin.

------------------------------

Annars frétti ég eftir öruggum heimildum að loks væri komið á koppinn stórverkefni sem VG sættir sig við: Múr í kringum landið. Hann verður nefndur Kínamúrinn í höfuðið á vonda Kínverjanum sem fær að snuðra í kringum hann leitandi sér að smugu til að smjúga inn um í því skyni að ná tangarhaldi á siglingaleiðum veraldarinnar með því að hokra á Grímsstöðum á Fjöllum.
Stjórnarandstaðan mun alveg samstíga í þessu enda vita menn þar á bæ ekkert meira spennandi en að skapa atvinnu við að berja grjót - það eykur nebblega svo mikið hagvöxt.


mbl.is Ekki lánað til nema erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. ágúst 2011

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband