Stormur í vatnsglasi?

Nú hyggjast þingmenn eyða tíma sínum í að karpa um ástæður þess að sumum finnst leiguverð íbúðarhúsnæðis of hátt. En er leiguverð of hátt?
Samkvæmt lauslegri yfirferð á leiguhúsnæði í boði í leiguauglýsingum mbl.is virðist leiga á fermetra miðsvæðis í Reykjavík fara hæst í tæplega 3.000 kr., lægst í 1.000 kr. en að jafnaði er hún á bilinu 1.500-2.000 kr.
Algengt er að mánaðarleg greiðslubyrði lána Íbúðalánasjóðs sé um 5.500 kr. á hverja milljón. Miðað við 250 þúsund króna fermetraverð eru þetta um 1.375 kr. á fermetra. Eigið fé í fasteignarekstri þarf að bera hærri ávöxtun - að jafnaði um 10% eða um 8.000 á hverja milljón á mánuði, . Miðað við 80% skuldsetningu er þá meðalkostnaður á fermetra um 1.500 kr. Svo þarf að bæta við fasteignagjöldum og viðhaldskostnaði, hér má reikna með um 6% ofan á leiguverðið, sem þá er komið í 1.590 kr. Einnig þarf að reikna með að nýting sé ekki alveg 100% þar sem húsnæðið getur staðið autt í einhvern tíma. Ef gert er ráð fyrir 90% nýtingu er meðalkostnaður eigandans á fermetra orðinn um 1.770 kr. Þá er ekkert tillit tekið til eigin vinnu við umsjón með húsnæðinu. Sé hún tekin með í reikninginn er vafi á að umstangið borgi sig yfir höfuð.
Samkvæmt þessu verður tæpast séð að húsaleiga sé of há. Legg ég því til að þingmenn nýti tíma sinn til að ræða eitthvað annað. Af nógu er að taka.
mbl.is Íbúðum ÍLS komið í gagnið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. ágúst 2011

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband