Forseti tekur vart málið úr þeim farvegi sem hann beindi því í

Icesave málinu var vísað til þjóðarinnar í fyrra. Því segir sig sjálft að eina rökrétta leiðin er að því ljúki þar. Forseta er ekki stætt á að taka málið úr þeim farvegi sem hann hefur þegar beint því í. Engin frekari rök á að þurfa til, hvorki undirskriftalista, skoðanakannanir né vangaveltur um þingmeirihluta. Vísi forseti hinum nýju lögum ekki til þjóðaratkvæðis verður ekki dregin af því önnur ályktun en að sá öryggisventill sem synjunarvald forseta er haldi ekki þegar á hólminn er komið. Erfitt er að trúa því að Ólafur Ragnar Grímsson láti hanka sig á slíku, enda væru þá allar fyrri yfirlýsingar hans um mikilvægi synjunarvaldsins marklausar.

Það er einkennilegt hve þetta einfalda mál hefur velkst fyrir þingmönnum. Sér í lagi er framferði meirihluta þingflokks Sjálfstæðismanna vafasamt. Þeir studdu þjóðaratkvæðagreiðslu en greiddu svo atkvæði með málinu þegar henni hafði verið hafnað og drógu með því úr þrýstingi á að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. Það sýnir það eitt að stuðningur þeirra við tillögur um þjóðaratkvæði var sýndarmennskan ein.

Úr hópi Sjálfstæðismanna eiga Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Pétur Blöndal, Sigurður Kári Kristjánsson og Unnur Brá Konráðsdóttir heiður skilinn fyrir staðfestu sína, hinir skömm, því miður.

 


mbl.is Icesave-samningur samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullt af störfum!

Frábært að enn og aftur sé byrjað að dæla upp úr Sandeyjahöfn. Hverng væri að byggja enn fleiri hafnir á ómögulegum stöðum svo hægt sé að dæla upp úr þeim sandi? Svo mætti byggja nokkrar uppi á þurru landi. Þá þarf að moka og sprengja enn meira og grafa skipaskurði. Það yrði nú heldur betur atvinnusköpun í lagi!
mbl.is Byrjað að dæla í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. febrúar 2011

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 288237

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband