Styður nefnd sem brást

Greinargerð rannsóknarnefndarinnar sem skipuð var vegna þessa máls sýnir glögglega að siðanefnd Háskólans brást algerlega í málinu.

Því er það hneyksli að háskólarektor skuli taka upp hanskann fyrir þessa nefnd, rétt eins og ekkert hafi í skorist.

Það er einfaldlega absúrd að manneskjan skuli láta út úr sér að nefndarmenn hafi starfað "í góðri trú" þegar skýrslan bendir til að markmið þeirra hafi verið það eitt að hrekja kennarann sem kærður var úr starfi.

Rektor á að biðjast afsökunar á þessum ummælum sínum og sjá til þess að kennaranum sem siðanefndin (hvílíkt rangnefni) réðist gegn verði bættur sá skaði sem hann varð fyrir.

Rektor ætti jafnframt að velta fyrir sér hvort hún sé hæf til að gegna starfi sínu, enda hlýtur það að vera eitt mikilvægasta verkefni háskólarektors að standa vörð um akademískt frelsi innan skólans þegar að því er vegið.


mbl.is Vill að HÍ bæti mannorðstjón og kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. desember 2011

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband