Mengunarkvóti er takmörkuð auðlind

Það er vitanlega ekki heppilegt ef verksmiðjan ræður ekki við að greiða fyrir kolefniskvótann, í það minnsta til skemmri tíma litið. Störf tapast og áhrif á viðskiptajöfnuð eru væntanlega neikvæð.
Á móti kemur að þessi verksmiðja greiðir afar lágt orkuverð ef ég man það rétt. Eftirspurn eftir orku virðist umtalsvert meiri en framboðið um þessar mundir og verði þessari verksmiðju lokað verður væntanlega hægt að selja orkuna á hærra verði til annarra aðila.

Meginatriði málsins er þó að kolefniskvóti er takmörkuð auðlind sem fara þarf vel með. Við höfum vissar mengunarheimildir og miklu skiptir að þær séu nýttar á sem hagkvæmastan hátt. Það verða vafalaust nógir um hituna að kaupa upp kolefniskvóta járnblendiverksmiðjunnar án þess að það ríði rekstri þeirra að fullu. Störfin sem tapast eru því líkleg til að skapast annars staðar, í arðbærari rekstri, en auðvitað gerist það ekki strax.


mbl.is Loka ef skattur verður lagður á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2011

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband