Markaðurinn ræður

Þarna hafa allir eiginlega rétt fyrir sér. Stórhvelaveiðar eru bersýnilega ekki sjálfbærar því ekki er hægt að selja af skepnunum ketið. Þessum veiðum hefur líka verið hætt. Hrefnuveiðar eru sjálfbærar því markaður er fyrir ketið, þótt ekki sé hann stór, ekki er vitað til að stofninn sé í neinni hættu og eftir því sem ég best veit er ríkið hætt að styrkja þessar veiðar líkt og var í fyrstu.
Meginvandinn í þessu er að svo virðist sem hrefnuveiðarnar trufli útgerð hvalaskoðunarskipa. Einfaldasta lausnin á því er að hvalaskoðunarfyrirtækin kaupi einfaldlega upp kvótann og komi þannig í veg fyrir veiðarnar. Hann getur tæpast verið mjög dýr því ólíklegt er að þessar veiðar séu sérstaklega arðbærar.
Allt miðast þetta hins vegar við núverandi aðstæður. Vitað er að eftirspurn er eftir stórhvelaketi í sumum löndum Austur-Asíu. Alþjóðasamningar hindra hins vegar útflutning þangað. Eini markaðurinn sem er opinn er svo Japan, en þar er framboðið miklu meira en eftirspurnin þrátt fyrir þrotlausar tilraunir til að pína niðurgreiddu hvalketi í skólakrakka og langlegusjúklinga.
Ekki er því að sjá að í bráð verði þetta sérlega spennandi bissness.
mbl.is Efast um að hvalveiðarnar séu sjálfbærar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. október 2011

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband