Ætti að gefa lögreglunni peningana

Það væri höfðinglegt af Frank Michelsen að afhenda lögreglunni eða einhverjum samtökum lögreglumanna milljónina.
mbl.is Óvíst með verðlaunaféð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefum þeim seðlabankastjórann - og Gylfa

Þau vandamál sem Gylfi lýsir hér eiga sér flest rót í þeirri furðulegu peningastefnu sem Seðlabankinn rak hér fyrir hrun og rekur enn. Höfundur og helsti baráttumaður þeirrar stefnu er núverandi seðlabankastjóri. Sem kunnugt er snýst stefnan um að pissa í skóinn sinn svo manni hlýni á löppunum, (maður þurfi auðvitað bara að vera nógu fjandi duglegur að pissa).

Að því leyti sem peningastefnan á ekki sök á vandanum liggur hún í þeirri ríkisfjárfestingastefnu sem Gylfi og félagar gala hvað hæst um. Sú stefna snýst um að skuldsetja ríkið sífellt meir til að halda uppi fölsku atvinnustigi með alls kyns framkvæmdum sem enginn alvöru fjárfestir léti sér til hugar koma að fara í. Þessu má líka lýsa þannig að það snúist um að toga sjálfan sig upp á hárinu líkt og Munchausen barón gerði eitt sinn, með góðum árangri að eigin sögn.

Það besta sem ESB gæti gert fyrir okkur væri að samþykkja að þiggja seðlabankastjórann að gjöf. Við myndum kaupa undir hann miðann aðra leiðina og þeir gætu svo komið honum fyrir í einhverri matarholu í Brussel líkt og einu sinni hefur verið reynt. Þeir yrðu bara að lofa að senda okkur hann aldrei aftur! Liggur við að við gætum meira að segja gefið þeim makrílkvótann í bónus.

Gylfa mætti svo sem best senda með. Þeir geta þá, félagarnir, kennt hinum lánlausu Evrópumönnum hvernig hægt er að spræna í skóinn og hífa sjálfan sig upp á hárlufsunum samtímis.


mbl.is Biðja á um aðstoð vegna krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. október 2011

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband