Þarf ASÍ námskeið í fjármálalæsi?

Ósköp væri nú gaman ef hagsmunaverðirnir færu nú annað hvort á námskeið í fræðigreinum sínum eða reyndu að flytja mál sitt á heiðarlegan hátt. Sama á við um fjölmiðlamennina sem éta úr lófum þeirra:

Í fréttinni kemur fram að frá því í janúar 2008 hafi verð á innfluttum matvörum hækkað um 70%.

Eins og flestir vita er gengi krónunnar líka 70% veikara en það var þá.

Er þá ekki augljóst að verðlag hefur ekki hækkað meira en sem nemur rýrnun krónunnar, jafnvel þótt bæði virðisaukaskattur, launatengd gjöld og tollar á erlendar landbúnaðarvörur hafi hækkað?

Lágmarks skynsemi, takk!

Örlítinn heiðarleika, takk!

Eða er til of mikils mælst?


mbl.is Matarverð lækkar ekki í takt við gengið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristilega kærleiksblómin spretta

Með kvenhomma að mæta í kveldverð og dans
það kýs ekki Jens í Rana.
Kerlingarálftir í klæðnaði manns
- í kærleikans nafni í guðsbarna fans -
vill kappinn að líkindum vana
.


mbl.is Neitar að sitja veislu með Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sandeyjahöfn

Það verður nú að teljast einkennilegt uppátæki að byggja höfn á brimsorfinni sandströnd þar sem hafnleysa hefur verið frá alda öðli. Ætli hafnsmiðirnir hafi álitið að sandurinn myndi bara sýna þá tillitssemi að fylla ekki upp í höfnina fyrst búið var að eyða í hana svona miklum pénínk?

Hugtakið sokkinn kostnaður verður skemmtilega myndrænt og auðskiljanlegt í þessu samhengi!


mbl.is Herjólfur hægði á sér í drullunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2010

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 288237

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband