Magma

Fyrir skemmstu keypti kanadíska fyrirtækið Magma meirihluta í HS orku. Með kaupunum tryggir fyrirtækið sér nýtingarrétt jarðhita á Reykjanesi til 65 ára. Þegar um svo langan tíma er að ræða er enginn munur á sölu nýtingarréttarins og sölu auðlindarinnar sjálfrar. Fá maður eina milljón króna í dag er hún einnar milljónar virði. Fái hann hana eftir 65 ár er hún aðeins tvö þúsund króna virði í dag miðað við 10% ávöxtunarkröfu. Nýtingarréttur til 65 ára jafngildir því sölu.

HS orka greiðir 2,5% orkusölutekna sinna í auðlindagjald fyrir nýtingarréttinn eða 25 krónur fyrir hverjar þúsund krónur sem selt er fyrir. Ef gert er ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins nemi að jafnaði um 10% af veltu greiðir það þannig fjórðung hans í auðlindagjald. Þegar litið er til þeirrar áhættu og óvissu sem nýting jarðhita felur í sér er ljóst að hér mega skattgreiðendur vel við una.

Fyrir nokkrum árum var reist stórvirkjun á Austurlandi. Samið var við eitt fyrirtæki um alla orkusölu frá virkjuninni til 20 ára. Ljóst er að ekki er um neinn annan kaupanda að ræða svo í raun jafngildir sá samningur líklega sölu á auðlindinni svipað og samningurinn við Magma. Munurinn var hins vegar sá að ríkið þurfti að leggja út gríðarlegt fé til að byggja virkjunina. Ljóst er að það fé fæst aldrei til baka heldur er tap skattgreiðenda af framkvæmdinni umtalsvert – það nemur tugum milljarða króna.

Samningurinn við Magma leiðir hins vegar ekki til neinna útgjalda fyrir skattgreiðendur. Gangi starfsemi HS orku vel njóta þeir þvert á móti verulegra tekna af henni. Þetta er munurinn á samningnum við Magma og síendurteknum og misheppnuðum tilraunum orkufyrirtækja ríkisins til að hagnast á orkuframleiðslu.

Forsendan að kaupum Magma var líklega sú að fyrirtækið gat keypt krónur á aflandsgengi og notað til að kaupa hlut í HS. Annars er ólíklegt að af kaupunum hefði orðið enda er vinnsla jarðvarmaorku áhættusöm. Nefnt hefur verið að lífeyrissjóðir eða opinberir aðilar gætu keypt hlutinn af Magma. Hafi Magma greitt „rétt“ verð fyrir hlutinn yrðu þá þessir aðilar að geta keypt á um það bil helmingi lægra verði en Magma greiddi. Þessir aðilar hafa ekki aðgang að krónum á aflandsgengi og því er óraunhæft að ætla þeim að kaupa.

Skynsamlegast er því að anda með nefinu og vonast til að vel gangi að byggja upp starfsemi HS orku. Þá hagnast skattgreiðendur.


mbl.is Vill vinda ofan af Magma máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júlí 2010

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband