27.5.2010 | 23:45
Hvar liggja mörkin?
Steinunn Valdís segir af sér vegna þess að hún þáði styrki frá fyrirtækjum þegar góðærið var í algleymingi. Þar var hún í stórum hópi, en hefur nú verið þvinguð til að víkja, fyrst og fremst fyrir tilstilli eigin flokksmanna.
Margir álíta að styrkir fyrirtækja til stjórnmálamanna séu ávallt mútur. Það held ég að sé fjarri lagi. Á þeim tíma sem þessir styrkir voru veittir áttu bankarnir ekki undir högg að sækja og þurftu síður en svo á neinum mútugreiðslum að halda. Þeir nutu þvert á móti mikils velvilja í samfélaginu og þeir fáu sem efuðust um stöðu þeirra áttu fótum fjör að launa.
Fyrirtæki, sérstaklega fyrirtæki sem njóta velgengni, hafa um langa hríð styrkt stjórnmálamenn. Í einhverjum tilfellum vafalaust til að reyna að kaupa sér greiða, en yfirleitt einfaldlega vegna þess að stjórnendurnir hafa litið á slíkt sem samfélagslega skyldu og gjarna einnig átt erfitt með að hafna betlinu.
Ef átta milljónir til Steinunnar eru ástæða afsagnar, hvað þá um fimm milljónir til Dags? Og hvað þá með alla hina sem einhverja styrki hafa þegið? Eiga allir stjórnmálamenn sem hefur tekist að væla út pening frá fyrirtækjum að segja af sér? Hversu langt ætlar taugaveiklunin að leiða okkur?
Er ekki mál að linni?
![]() |
Steinunn Valdís segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 27. maí 2010
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar