Gott fyrir atvinnulausa kynjafræðinga

Það verður búbót fyrir atvinnulausa kynjafræðinga að fá nú vinnu við að telja kallana í skýrslunni og skrifa niður að þeir hafi verið margir en fáar kellingar.

Ekki veitir af enda virðist eftirspurn eftir starfskröftum kynjafræðinga því miður ekki mikið umfram gagnsemi iðju þeirrar er þeir stunda.


mbl.is Verður skýrslan kynjagreind?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á blessuð manneskjan við?

Ef henni finnst ÍTR vera fáránlegur vettvangur ætti hún kannski bara að segja sig úr stjórninni, eða hvað? Wink

En svona í alvöru talað er þetta auðvitað sjálfsögð ósk. ÍTR sér um hátíðahöldin í Reykjavík 17. júní og það er mannsbragur að því hjá fulltrúa Samfylkingarinnar að leggja fram þessa tillögu þrátt fyrir afstöðu flokksins hans.


mbl.is Varpi ekki skugga á 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkvæmni, takk

Það er hárrétt hjá stjórn SUS að nýtingarréttur orkuauðlinda er best kominn hjá einkaaðilum. Í ljósi þess að hann er nú að mestu í eigu skattgreiðenda verður hins vegar að gæta þess að hann sé seldur einkaaðilunum á markaðsverði. Það var ekki gert í þessu tilfelli - hann var afhentur ókeypis.

Það er líka rétt að það er jákvætt að fá nýtt fjármagn í arðsaman rekstur. Stór hluti af kaupverðinu á HS er hins vegar greiddur með opinberu fé og kaupin hefðu væntanlega aldrei átt sér stað nema vegna þess að opinberir aðilar höfðu áður sóað fé skattgreiðenda í kaup á fyrirtækinu á allt of háu verði.

Að lokum tek ég heilshugar undir það sjónarmið að opinberar framkvæmdir séu ekki leiðin út úr kreppunni. En virkjanaframkvæmdirnar sem SUS deilir á stjórnvöld fyrir að hindra eru einmitt opinberar framkvæmdir (að því einu frátöldu að svo ólíklega færi að Norðurál fengist allt í einu til að borga margfaldan núverandi taxta fyrir orkuna og Magma færi svo í virkjanaframkvæmdir á grunni þess).


mbl.is SUS tekur kaupum Magma fagnandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2010

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband