Orkuverð OR til heimila er 7,85 kr/kwst

Ef nýting heimilanna er 55% en stóriðju 99% ætti þá verð á kwst til stóriðju að vera 4,36 kr/kwst ef þarna ætti að vera samræmi á milli.

Ég hlakka til að sjá skýrsluna sem Ragnar vitnar til. Bæði verður gaman að sjá hvernig 50-60% nýtingarhlutfallið er fundið út og eins hlýtur að vera ánægjulegt ef verð til stóriðju hefur tvöfaldast síðan síðast.


mbl.is Segir stóriðjuna borga meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegur málflutningur

Það er vægast sagt óábyrgt af forystumanni launþega að hafa uppi svona æsingamálflutning og hrapa að ályktunum um eitthvert samsæri fyrirtækja í landinu gegn launþegum.

Í fyrsta lagi má það vera hverjum manni ljóst að verðlagsáhrif gengishrunsins eru lengi að skila sér.

Í öðru lagi er ljóst að nýlegar skattahækkanir koma að sjálfsögðu fram í verðlagi. Stórhækkun tryggingagjalds eykur launakostnað verulega, hækkun tekjuskatts setur þrýsting á laun og svo framvegis.

Í þriðja lagi ræðst verðlag af framboði og eftirspurn. Það er út í hött að gera því í skóna að fyrirtæki hækki vörur umfram það sem markaðurinn tekur við. Það er líka út í hött að ætla að fyrirtæki verðleggi vörur sínar lægra en markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir þær.


mbl.is „Gagnrýnisvert hvernig fyrirtækin hegða sér"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2010

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 288238

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband