19.3.2010 | 09:12
Ekki einfalt mál
Hér er ég hræddur um að skjaldborgin sé pínulítið að hrynja yfir byggingameistarana: Fyrst er afskrifað til að bjarga heimilunum. Næst skríða útrásarvíkingar í skjólið. Þá verður allt vitlust. Þá er skattlagt. Þá verður allt vitlaust aftur. Þetta er nefnilega ekki einfalt mál og auðvelt að taka Ragnar Reykás á þetta:
Útrásarvíkingur fær felldar niður 50 milljónir af áhvílandi skuldum á hálfbyggðri sumarhöll á Þingvöllum. Er það sanngjarnt? Á hann ekki að borga skatt af því?
Einstæð móðir fær 20 milljóna íbúðarskuld lækkaða í 15 milljónir en berst áfram í bökkum. Er sanngjarnt að skattleggja greyið?
Með öðrum orðum kæmi ekki á óvart að viðhorfið færi eftir því hver á í hlut.
Kjarni málsins er hins vegar sá að afskriftir skulda eru ávinningur fyrir skuldarann. Því hlýtur að vera rökrétt að þessi ávinningur sé skattlagður rétt eins og hver annar. Skattlagningin veldur því auðvitað að nettóávinningurinn verður minni en ella, en það sama á við um allan annan fjárhagslegan ávinning.
Hins vegar má spyrja hvort ekki væri rökréttara að leggja fjármagnstekjuskatt á þennan ávinning en almennan tekjuskatt enda hníga ýmis rök að því að þessi ávinningur eigi meira sammerkt með arði af eignum en launatekjum.
![]() |
Afskriftir verða skattlagðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
Bloggfærslur 19. mars 2010
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 288238
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar