Hver borgar?

Rök félagsmálaráðherra fyrir niðurfærslu bílalána eru að eðlilegt sé að lánið sé í samræmi við eignina. Nú eru bílar hins vegar með þeim ósköpum gerðir að þeir verða verðlausir með tímanum. 100% bílalán verða því yfirleitt á endanum hærri en nemur andvirði bílsins hvað sem gengisbreytingum og verðbólgu líður. Bílalán eru því í rauninni neyslulán en ekki fjárfestingalán. Því er viss hugsunarvilla í því fólgin að eitthvert samhengi eigi að vera milli verðmætis bíls og láns, jafnvel þótt bíllinn sé settur sem trygging fyrir láninu. Ef fara á þessa leið með bíla, ætti þá ekki líka að gera húsgagnaverslunum að færa niður raðgreiðslulán af dýrum sófasettum til samræmis við verðmæti þeirra?

Þetta var um forsendurnar að baki. Spurningin sem snýr að skattgreiðendum er hins vegar hver á að greiða fyrir niðurfærsluna. Það er bersýnilegt að ef sett verða lög sem skerða eignir fjármögnunarfyrirtækjanna afturvirkt eiga þau skaðabótarétt á hendur ríkinu. Það liggur því eiginlega í hlutarins eðli að það verða skattgreiðendur sem borga. Þannig mun verkakonan sem kaus að nurla saman fyrir notuðum bíl í stað þess að skuldsetja sig fyrir nýjum greiða afborganirnar fyrir hálaunamanninn sem keypti tíu milljóna jeppa. Hversu réttlátt er það?

 


mbl.is Lán dýrra bíla afskrifuð mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. mars 2010

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 288238

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband