Próf í hverju eiginlega?

Það kemur vissulega ekki á óvart þótt það sé "til skoðunar í ráðuneytinu" að láta þá sem vilja vinna við ráðgjöf í banka taka próf. Hér er auðvitað kjörið tækifæri til að bæta við svo sem eins og einni stjórn og einni stofnun. Ekki veitir af í atvinnuleysinu!

En í hverju á að prófa fjármálaráðgjafana? Eins og sumir vita var meginástæða þess að hugmyndir ráðgjafanna, og raunar flestra annarra, um framtíðina stóðust ekki sú að allt fjármálakerfi heimsins lenti í skyndilegri kreppu sem enginn gat í rauninni séð fyrir. Svo kom á daginn að staða íslensku bankanna var líklega langtum verri en nokkur vissi. Þar á meðal var íslenska fjármálaeftirlitið.

Í hverju á nú að prófa fjármálaráðgjafana svo almenningur geti treyst spám þeirra? Á að kenna þeim að spá í bolla? Eða spá í spil? Eða koma innýfli fugla eða stjörnuspeki að betri notum?

Í hverju á að prófa fjármálaráðgjafana? Kannski í að taka próf? Er einhver annar sem finnst þetta hljóma eins og brandari?


mbl.is Hver sem vill má veita fjármálaráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2010

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 288238

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband