Árinni kennir illur ræðari

Ekki aðeins Ísland, heldur öll Norðurlöndin nema Finnland koma illa út úr þessari könnun. Þegar skýringa er leitað er auðvitað nærtækast að velta fyrir sér hvað er öðruvísi í Finnlandi en á hinum Norðurlöndunum. Þá kemur fljótt í ljós að fyrir allmörgum árum hurfu Finnar frá þeim kennsluháttum sem enn tíðkast hér og á hinum Norðurlöndunum en tóku á ný upp hefðbundnari aðferðir sem hafa gefist miklu betur. Þar er áhersla lögð á að börn fái fremur að njóta þeirrar þekkingar sem mannkynið hefur á löngum tíma öðlast en að þeim sé ætlað að uppgötva hana sjálf á fáum árum.

Þeir sem um þessi mál fjalla, sér í lagi kennarar og skólastjórnendur, reyna hins vegar af fremsta megni að forðast þennan kjarna málsins. Umfjöllun um slaka frammistöðu og skýringar á henni er lítt sýnileg, en mikið er malað um lítt marktækan mun á útkomu milli landshluta, kynja og svo framvegis. En þá sjaldan á þetta er minnst er auðvitað reynt að kenna öðru um en lélegum kennsluháttum, slöku námsefni og litlum kröfum. Þar liggja foreldrar auðvitað vel við höggi (og svo auðvitað sjónvarp, tölvuleikir, búðir og neyslusamfélagið almennt eins og vanalega).


mbl.is Virðingarleysi ástæða PISA-útkomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2010

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 288237

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband