Dapurleg, en dæmigerð fréttamennska

Þótt því fari fjarri að ég sé sammála Marinó um alla hluti verður ekki frá honum tekið að hann hefur á undanförnum misserum staðið vaktina fyrir skuldara með rökföstum og málefnalegum málflutningi.

Marinó hefur aldrei fallið í þá gryfju að gerast persónulegur í garð þeirra sem hann tekst á við í rökræðum. Það sýnir að hann er skynsamur og heilsteyptur maður.

Íslensk fréttamennska hefur löngum snúist mest um að endursegja það sem aðrir segja fréttamanninum án þess að nein sjálfstæð hugsun komið við sögu. Það er mikill galli og veldur því að lítt er hægt að treysta á íslenska fjölmiðla til að komast að kjarna máls.

Vandað blað sem vildi upplýsa lesendur sína um það stóra deilumál sem skuldavandi heimilanna er myndi tefla fram röksemdum með og móti mismunandi lausnum og draga fram staðreyndir til að hjálpa fólki að glöggva sig á málinu.

Þetta hafa ritstjórar Fréttatímans greinilega ekki bolmagn né karakter í að gera. Því fara þeir auðveldu leiðina, sem er það sem gjarna tekur við þegar endursögnunum sleppir í íslenskri blaðamennsku, og taka að ata auri þann mann sem í góðri trú hefur staðið hvað fastastur fyrir í vörn fyrir heimilin í landinu.

-----------------------------

Þegar áföll dynja yfir eins og verið hefur undanfarin misseri veitir ekki af að gott fólk gangi fram fyrir skjöldu og taki forystu um að leita lausna og upplýsa almenning. Þeir sem sýna það góða fordæmi eiga ekki að þurfa að óttast að óvandaðir og ábyrgðarlausir blaðasnápar sitji um þá og bíði færis að ráðast gegn þeim persónulega.

Ég skora á Marinó G. Njálsson að láta ekki deigan síga heldur draga til baka úrsögn sína úr samtökunum sem hann hefur barist fyrir af einurð og heilindum. Ég er sannfærður um að allir góðir menn styðja hann til þess - hvort sem þeir eru honum endilega sammála um alla hluti eða ekki.


mbl.is Segir sig úr stjórn vegna umfjöllunar Fréttatímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2010

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 288237

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband