Raunhæfar lausnir, takk!

Það vita allir sem vilja vita það að almennar skuldaniðurfærslur eru mjög kostnaðarsamar og gagnast ekki þeim sem mest þurfa á lausnum að halda.

Þegar fólk situr uppi með 50 milljóna skuld á 25 milljóna íbúð er auðvitað morgunljóst að það mun aldrei eignast neitt í þessari íbúð, alveg sama þótt skuldin sé lækkuð niður í 40 eða 45 milljónir.

Með niðurfærslu, lengingu lána, frestun eða öðru slíku er aðeins verið að lengja í hengingarólinni en ekki að leysa vandann. Eina raunhæfa lausnin er að gera fólki kleift að fara í þrot, skila húsnæðinu og bílnum til bankans og byrja að nýju með hreint borð. Til þess þarf að breyta gjaldþrotalögum þannig að við gjaldþrot afskrifist skuldir endanlega í stað þess að lánardrottnar geti elt þrotamanninn út yfir gröf og dauða.


mbl.is Skuldavandi heimilanna ræddur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. október 2010

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 288237

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband