29.4.2009 | 09:08
Hvað um skoðanakönnun?
Ég held að það sé alveg ljóst að tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla væri gagnslítil. Ástæðan er sú að í undanfara atkvæðagreiðslu um hvort ganga skuli til samninga yrðu valkostirnir aldrei skýrir og umræðan væri því líkleg til að snúast um illa grundaðar yfirlýsingar og röfl af beggja hálfu rétt eins og hún hefur að miklu leyti gert fram til þessa.
Ég er alls ekki sannfærður um að okkur sé best borgið innan ESB. En það kemur ekki í ljós fyrr en á reynir. Og það reynir ekki á fyrr en gengið er til samninga. Þá fyrst kemur í ljós hverjir kostirnir eru, klárt og kvitt.
Það er hins vegar margt sem bendir til þess að aðild að ESB gæti verið heppileg fyrir okkur, sérstaklega eins og málum er háttað núna. Ég held því að við hljótum að þurfa að kanna kostina.
VG hafa lagt á það áherslu að þjóðin verði spurð. Mismunandi túlkanir virðast uppi innan flokksins um hvað það merkir nákvæmlega. Ég velti því fyrir mér hvort málamiðlun gæti falist í því að í stað þjóðaratkvæðagreiðslu verði gerð vönduð skoðanakönnun, sem verði undirbúin með algerlega hlutlægri upplýsingamiðlun. Jafnhliða verði lögð fram þingsályktunartillaga fyrir Alþingi um aðildarumsókn. Ef einhver slík leið gæti orðið til þess að höggva á hnútinn væri það mikilvægt. Eini raunhæfi kosturinn á öflugri ríkisstjórn nú virðist liggja í samstarfi VG og Samfylkingar. Og öflug ríkisstjórn sem tekur ábyrgð á ástandinu er okkur einfaldlega lífsnauðsyn við þær kringumstæður sem eru uppi. Þá skiptir minna máli hvort við erum sammála öllum áherslum hennar eða ekki.
Að lokum megum við ekki gleyma því að þegar samningsrammi liggur fyrir tekur þjóðin afstöðu. Þá verða kostirnir skýrir. Sú atkvæðagreiðsla getur farið á hvorn veginn sem er eins og dæmi Norðmanna sýnir.
![]() |
Deilt um þjóðaratkvæðagreiðslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 29. apríl 2009
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar