30.3.2009 | 09:34
Húsnæðisverð á Íslandi og í Evrópu
Ég velti því fyrir mér í tengslum við þessa umræðu hvort þörfin á þessum afskriftum sé raunverulega eins mikil og látið er í veðri vaka. Eins hlýtur maður að velta vöngum yfir því hvort ekki kunni að vera skynsamlegra að þorri fólks taki einfaldlega skellinn af tímabundinni neikvæðri eignastöðu í stað þess að velta skuldunum yfir á næstu kynslóðir. Kannski væri skynsamlegra að setja bönkunum einfaldlega fyrir að sætta sig við lágt eða ekkert eiginfjárhlutfall, í það minnsta tímabundið, lengja í lánum, hækka vaxtabætur og frysta afborganir svo fólk komist yfir erfiðasta hjallann án þess að missa húsnæðið. Af einhverjum ástæðum grunar mig reyndar að frekar verði gripið til slíkra aðgerða en allsherjar afskrifta á kostnað skattgreiðenda framtíðarinnar.
Ég gerði til gamans smá samanburð á þróun húsnæðisverðs hér og í Evrópu í evrum frá aldamótum. Miðað við þá samantekt virðist hugsanlegt að verð hér sé nú komið talsvert niður fyrir verðið í Evrópu almennt, sem kynni þá að benda til þess að við þurfum ekki endilega að búast við frekari lækkunum. Mig vantar þó inn tölur um þróunina í Evrópu á síðasta ári - ef einhver hefur þær væri gagnlegt að fá þær.
![]() |
Ójöfn dreifing skulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 30. mars 2009
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar