Hvernig yrði dæmt?

Einn meginfyrirvarinn sem Alþingi setti við Icesave samninginn í sumar var að greiðsluskylduna mætti bera undir dómstóla. Hafi samningsaðilarnir talið líklegt að dómur í slíku máli félli þeim sjálfum í vil hefðu þeir vafalítið fallist á fyrirvarann enda hefði það auðveldað stjórnvöldum hér mjög að koma máliu í gegn. Það að þeir hafa ekki gert það sýnir aðeins að sjálfir trúa þeir ekki á greiðsluskyldu Íslands, heldur gera sér grein fyrir að kerfishrun eins og hér varð hlýtur að hafa úrslitaáhrif á leikreglurnar.

Þetti rennir stoðum undir þá skoðun að verulegar líkur séu á að dómur í slíku máli félli Íslandi í vil og staðfesti að okkur bæri ekki að standa undir tapi innstæðueigendanna, kannski að engu leyti, en amk. ekki að fullu.

Ekki verður betur séð en megináhættan sem tekin yrði með því að hafna samkomulaginu nú og láta Bretum og Hollendingum eftir að sækja mál sín fyrir dómi felist í að lán fáist þá ekki frá AGS og ill örlög bíði umsóknar um aðild að ESB.

Þótt vel kunni að vera skynsamlegt fyrir okkur að gerast aðilar að ESB er rétti tíminn til þess svo sannarlega ekki nú. Við þurfum að beita kröftum okkar í annað.

Hvað lánin frá AGS varðar mun þeim fyrst og fremst ætlað að mynda gjaldeyrisvaraforða sem á að styðja við gengi krónunnar. Ég held að öllu bærilega skynsömu fólki verði ljóst, velti það þessu máli fyrir sér, að gjaldeyrisvaraforði hefur nákvæmlega engin áhrif á gengi krónunnar til lengri tíma hvort sem hann er tekinn að láni eða ekki. Gengið ræðst af framboði á og eftirspurn eftir íslenskum krónum. Varaforðinn gegnir því eina hlutverki að draga úr sveiflum í genginu, en vandinn er að mikil hætta er á að honum verði misbeitt og þannig tapist stórfé.

Hvað tapast þá verði samningnum hafnað og samningsaðilar þvingaðir til að leita til dómstóla? Líklega minna en margan grunar, eða hvað?

 


mbl.is Icesave ekki á dagskrá í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. október 2009

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 288240

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband