Roð, fiskar, færi og net

Halldór Blöndal fjallar um nýju biblíuþýðinguna í ágætum pistli í Mogga um helgina. Sýnir hann fram á að máltilfinningu þýðingarnefndar virðist eitthvað ábótavant og tekur sem dæmi orðalagið að „leggja net til fiskjar“.

Þessu svarar sr. Sigurður Pálsson í blaðinu í gær. Virðist hann misskilja gagnrýni Halldórs og halda að þeim síðarnefnda finnist annkannalegt að tala um netalögn. Það er bersýnilega ekki svo:

Menn róa til fiskjar. Svo renna þeir fyrir fisk og kannski kemur fiskur aðvífandi og bítur á. Menn leggja net. En þeir leggja þau ekki til fiskanna heldur fyrir þá. Alveg eins og þeir renna færinu fyrir fiskana en ekki til þeirra. Alveg eins og við leitum einhverju, en ekki af því.

Að skrifa texta er á margan hátt eins og að leggja net. En það net er ekki lagt fyrir fiska heldur orð. Netið er máltilfinning höfundarins. Hún fæst bara með því að lesa góðar bækur og hlusta á fólk sem hefur góða máltilfinningu. Ef netið er vel riðið raðast orðin í það fagurlega. En ekki ef það er gisið og götótt.

Eins og Halldór Blöndal bendir réttilega á er margt ankannalegt í orðfæri nýju biblíuþýðingarinnar. Netið er feyskið og textinn því eins og bögglað roð fyrir brjósti lesandans. Slíkt gerist stundum þegar nefndir skrifa.

Halldór hvetur Biblíufélagið til að prenta nýtt upplag af eldri útgáfu Biblíunnar. Ég tek undir það. Biblíufélagið á ekki að bjóða lesendum upp á ruður heldur fallegan afla veiddan með haglega gerðu neti.


Bloggfærslur 27. febrúar 2008

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 288248

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband