Jafnræðis verður að gæta

Það er að vissu leyti skiljanlegt að ákveðið hafi verið að kaupa bréf út úr sjóðum ríkisbankanna á yfirverði, enda höfðu ráðherrar áður lýst því yfir að reynt yrði að draga úr tapi þeirra sem í sjóðunum áttu.

Það er hins vegar fullljóst, að ríkisvaldið hlýtur að vera skuldbundið til að standa við bakið á sjóðum annarra fjármálastofnana með sama hætti. Verði það ekki gert er það alvarlegt brot á jafnræði og ríkið skapar sér þá væntanlega skaðabótaskyldu.

Það hlýtur að vera skýlaus krafa allra eigenda fjármuna í peningamarkaðssjóðum sparisjóða og smærri banka, að skuldabréf þeirra verði keypt af ríkisbönkunum eða ríkissjóði á grunni sömu reiknireglna og beitt var gagnvart bréfum í sjóðum ríkisbankanna.


mbl.is 200 milljarðar fóru í sjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2008

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband