Skilyrði til stýrivaxtalækkunar?

Maður er farinn að sjá eftir því að hafa ekki mætt á fundinn. Hann virðist hafa verið dramatískur í meira lagi.

Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður, benti á það í ágætri grein í Mogganum, að mig minnir á fimmtudag, að nú yrði að lækka stýrivexti án nokkurrar tafar. Það er hárrétt hjá Sigurði Kára. Þótt ekki sé nema vegna þess að atvinnulíf í landinu hefur einfaldlega stöðvast.

Ályktanir landsfunda Sjálfstæðisflokksins bera yfirleitt einkenni varfærni og málamiðlunar og er gjarna forðast að segja hluti hreint út. Ég óttast að sú einkennilega yfirlýsing fulltrúaráðsfundarins nú, að aðilar þurfi að beita sér til að "aðstæður skapist sem fyrst til lækkunar stýrivaxta" byggist á því að fundarmenn hafi haldið að þeir væru að semja einhvers konar landsfundarályktun.

Hafi aðstæður til stýrivaxtalækkunar ekki skapast nú, hvenær í ósköpunum gætu þær þá skapast? Hvað merkir þessi ósk? Er fundurinn að óska eftir loftárásum á landið? Vonast hann til þess að öll fyrirtæki skelli í lás og sendi starfsmenn heim? Æskja fundarmenn einhvers konar "Palli var einn í heiminum" ástands?

Það ástand sem nú ríkir í landinu kallar á aðgerðir, ekki varfærna tillögugerð. Slíkt er hlægilegt við þær aðstæður sem nú eru uppi og leiðir til þess eins að Sjálfstæðisflokkurinn missir völdin - og það kannski lengur en nokkurn gæti órað fyrir.


mbl.is Mikilvægt að skilyrði skapist fyrir vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. október 2008

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 288244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband