21.1.2008 | 16:13
Nýja arðsemismatið keisarans!
Ég held að meðfylgjandi graf úr skýrslu Landsvirkjunar segi meira en mörg orð þegar leggja á mat á arðsemisútreikninga manna þar á bæ.
Það er auðvelt að mæta 7% kostnaðarhækkun með því að spá bara upp á nýtt um þróun álverðs á þann hátt að taka verðið þegar það er í hæstu hæðum sögulega séð og framlengja út í það óendanlega!
Því er jafnframt haldið fram að nú sé í matinu tekið tillit til raunverulegs fjármagnskostnaðar við framkvæmdina. En þegar nánar er að gáð er miðað við líklegt álag gagnvart Landsvirkjun í heild, en ekki gagnvart Kárahnjúkavirkjun. Samkvæmt tölum frá 2006 skiptist raforkusala um það bil til helminga milli stóriðju og almenns markaðar og tekjur af sölu til almenns markaðar því verulega miklu stærri hluti af heildartekjum en tekjur af sölu til stóriðju. Sala til almenns markaðar ræður því mestu um vaxtaálag fyrirtækisins í heild. Þannig er ljóst að það er ósatt að tekið sé tillit til raunverulegs vaxtakostnaðar af verkefninu eins og Morgunblaðið heldur fram (22.1.). Lánsfjáráhætta þessa verkefnis að framkvæmdum loknum er einvörðungu sambærileg við lánsfjáráhættu í áliðnaðinum sem slíkum.
Það er greinilegt að menn teygja sig langt þegar orðið er ljóst að kostnaður við virkjunina er þegar orðinn verulega miklu hærri en núvirtar tekjur!
![]() |
Kárahnjúkavirkjun arðsamari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.1.2008 kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 21. janúar 2008
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 288248
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar