3.5.2007 | 19:59
Íslandshreyfingin - misheppnuð markaðssetning?
Á undanförnum vikum hefur hinn nýji flokkur, Íslandshreyfingin, leitast við að koma stefnu sinni til skila til kjósenda. Flokkurinn var, eftir því sem ég best veit, stofnaður í þeim tilgangi að hamla þeirri ríkisreknu stóriðjustefnu sem núverandi stjórnvöld hafa framfylgt af miklum ákafa. Rökin fyrir afstöðu flokksins eru bæði skýr og skynsamleg. Miðað við yfirlýsingar forystumanna flokksins var ætlunin sú að höfða til "hægri grænna", fólks á borð við undirritaðan, sem aðhyllist einstaklingsfrelsi, samdrátt í ríkisrekstri og þá skoðun að ríkið eigi ekkert með að standa í atvinnurekstri í samkeppnisgreinum.
Stefnuyfirlýsing flokksins eins og hún birtist á heimasíðu hans fer hins vegar í fjölmörgum atriðum gersamlega í bága við fyrrgreinda afstöðu heldur lítur helst út fyrir að hún markist af örvæntingarfullri leit að hinum og þessum stefnumálum sem forystumenn flokksins telja fallin til vinsælda. Félagsmálastefna Íslandshreyfingarinnar virðist heldur vinstrisinnaðri en stefna Vinstri grænna, sem þó hafa talist lengst til vinstri í litrófi stjórnmálanna hingað til. Efnahagsstefnan er á ýmsan hátt svipuð stefnu Sjálfstæðisflokksins að auðlindamálunum undanteknum, nema þegar kemur að skattastefnu, þar er sósíalisminn allsráðandi. Stefnan í fiskveiðimálum er eins og ýkt útfærsla á stefnu Frjálslynda flokksins. Svona mætti halda lengi áfram.
Líklega er framboð Íslandshreyfingarinnar fyrst og fremst dæmi um hvernig fer þegar lagt er upp með góða hugmynd en á leiðinni tapast fókusinn og á endanum er góða hugmyndin fallin í skuggann af alls kyns viðbótum sem koma henni ekkert við. Fjöldamörg fyrirtæki hafa í gegnum tíðina mætt örlögum sínum af þessum sökum. Það er dapurlegt að þannig hafi farið fyrir Íslandshreyfingunni því vel hefði verið rúm fyrir hægrisinnaðan flokk með skýra áherslu á að hafna ríkisafskiptum í atvinnulífinu. Slíkan flokk hefðu margir vafalaust kosið. En þennan kjósa fáir.
![]() |
Framsóknarflokkur tapar fylgi í Suðvesturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 3. maí 2007
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 288249
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar