11.5.2007 | 23:42
Eitthvað annað
Það var athyglivert að fylgjast með skoðanaskiptum þáttarstjórnanda og stjórnmálaleiðtoga í Kastljósinu í kvöld þegar kom að umræðu um ríkisrekstur. Stjórnandinn gekk hart fram í að spyrja Steingrím og Ómar hvað ætti að koma í staðinn fyrir ríkisrekna stóriðju. Þegar Steingrímur benti á bjórverksmiðjuna á Árskógsströnd og fiskréttaframleiðslu í Kelduhverfi sem dæmi um að hægt væri að aðhafast eitthvað án þess að fá til þess ríkisábyrgð hnussaði stjórnandinn að það væri munur á 7 og 700 störfum.
Hvað er eiginlega að fólki sem dettur í hug að spyrja með þessum hætti? Trúir það því í alvöru að engin atvinnusköpun geti átt sér stað í landinu nema hún sé niðurgreidd af skattgreiðendum? Og hvers vegna kemur talsmönnum frjáls atvinnulífs aldrei í hug að benda bara á þá einföldu staðreynd að einungis fáein prósent vinnandi fólks í landinu starfar í niðurgreiddum atvinnugreinum á borð við álframleiðslu, járnblendi og annað slíkt. Er ekki einfalda svarið við spurningunni um hvað eigi að gera í staðinn það, að benda á öll fyrirtækin sem ekki njóta opinberra styrkja, sjávarútveginn, fjármálageirann, matvælaframleiðsluna, tryggingafélögin, smásöluverslunina ... og spyrja á móti: Ef eina leiðin til að skapa atvinnu er með ríkisstuðningi hvers vegna starfar þá meginþorri manna í landinu ekki í ríkisstyrktum fyrirtækjum?
![]() |
Steingrímur: forsætisráðherra hreytir ónotum í kjósendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2007 | 13:34
Tíðindi af Jóni Baldvin
Það vakti athygli mína að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum leiðtogi krata skrifar til stuðnings Íslandshreyfingunni í Moggann í morgun. Þetta kemur á óvart enda hefði maður haldið að Jón Baldvin styddi félaga sína í Samfylkingunni í þessum kosningum.
Hann beinir sérstaklega orðum sínum til Sjálfstæðismanna. Þá má velta því fyrir sér hvort hann sé raunverulega að lýsa stuðningi við Ómar og félaga eða aðeins að hrekkja forystu Sjálfstæðisflokksins. Hvað segja menn um það?
Bloggfærslur 11. maí 2007
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 288249
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar