Hvenær kemur kjarnorkan aftur inn?

Það er gott að samtök eins og WWF séu farin að skipta sér af mengunarmálum. Vonandi kemur þá að því að þeir og fleiri umhverfisverndarsamtök átti sig á því að kjarnorkan er að öllum líkindum hreinasti og minnst mengandi orkugjafinn sem völ er á. Í ljósi þeirrar andstöðu sem gjarna hefur ríkt við kjarnorku meðal umhverfisverndarsinna yrði slíkur viðsnúningur mjög til bóta. Ég held að spurningin sé fremur sú hvenær það gerist en hvort það gerist. Vonandi gerist það sem fyrst því þegar á heildina er litið er kjarnorkan framtíðarorkugjafinn miklu frekar en kol, olía, vatnsafl eða jarðhiti.
mbl.is Bresk orkuver á meðal þeirra sem menga mest í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsing!

Ég mun á morgun friðlýsa garðinn heima hjá mér. Bannað verður að henda sígarettustubbum í beðin, ganga á grasinu og skemma blóm í garðinum mínum. Það verður líka bannað að láta koma í hann Framsóknarmenn og sökkva honum undir lón í atkvæðakaupaskyni. Ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir að fjölmiðlar mæti á staðinn og taki af mér myndir af þessu tilefni. Þeir mega líka taka myndir af nokkrum Kólumbískum sígaunum sem ég hef veitt ríkisborgararétt á leifturhraða og pólitískt hæli í kjallaranum.
mbl.is Jörðin Hraun í Öxnadal friðlýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2007

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 288249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband