Eðlilegt að eigendur kjósi

Hafnfirðingar fengu tækifæri til að kjósa um stækkun álversins í Straumsvík. Nú er unnið að því að láta Hitaveitu Suðurnesja byggja virkjun fyrir álver Norðuráls í Helguvík. Ekki hefur komið fram hvert orkuverðið er. Samkvæmt samningi Landsvirkjunar og Alcoa er orkuverð frá Kárahnjúkavirkjun 17,4 mills á kwst. miðað við 10 ára meðalverð áls upp á 1564 dollara/tonn. Það verð er fjarri því að standa undir ásættanlegri arðsemiskröfu. Samkvæmt upplýsingum sem ég sá um daginn á vef Landsvirkjunar og síðar voru birtar í Viðskiptablaðinu er orkuframleiðsla með jarðhita talsvert dýrari en á Kárahnjúkum. Nú væri eðlilegt að eigendur Hitaveitu Suðurnesja fengju að kjósa um það hvort fyrirtæki þeirra fari út í tugmilljarða fjárfestingu til að framleiða orku fyrir Norðurál. Að sjálfsögðu þyrfti að leggja spilin á borðið og upplýsa Suðurnesjamenn um fyrirhugað orkuverð.

Ps. Álverið á myndinni er mjög sætt. Engir strompar eða neitt. Lítur helst út eins og þjónustumiðstöð fyrir ferðamennSmile


mbl.is Hitaveita Suðurnesja og Norðurál undirrita orkusamning vegna álvers í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2007

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband