Að rugla saman hugtökum

Það er hálf einkennilegt að halda því fram að ekki fylgi hugur máli þegar hægrimenn tala um jöfn tækifæri vegna þess að þeir séu ekki stuðningsmenn jöfnuðar. Það þarf ansi veikburða rökhugsun til að rugla þessum hugtökum saman. Jöfnuður merkir að allir hafi það jafn gott en jöfn tækifæri, eða jafnrétti, að allir hafi sömu möguleika, en síðan sé það einstaklinganna að spila úr þeim.


mbl.is Ekki fylgir hugur máli hjá hægriflokkum um jöfnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalvirkjun?

Það er svo sannarlega rétt að hvalastofnarnir eru stórir. Þar er ómæld auðlind sem nauðsynlegt er að nýta. Eini vandinn er að það borgar sig ekki vegna þess að ekki er hægt að selja kjötið á því verði sem þarf til að veiðarnar standi undir sér.

Þetta þarf að leysa. Auðveldast er að gera það með ríkisábyrgð, enda kostar hún ekki neitt eins og menn vita. Legg ég því til að Hvalur hf. verði þjóðnýttur, kallaður Hvalvirkjun ohf. og veitt ótakmörkuð ríkisábyrgð á lánum. Þá geta allir keypt hvalket úti í búð á hundraðkall!


mbl.is Hvalveiðar í atvinnuskyni mikilvægur áfangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ekki að koma kosningar?

Einhvern veginn grunar mig að afstaða til þjóðaratkvæðagreiðslu um frekari stóriðju ráðist af afstöðu til stóriðjunnar en ekki til málsmeðferðarinnar. Líklega væri því rétt að túlka niðurstöðuna þannig að um 60% þjóðarinnar séu andvíg frekari stóriðjuframkvæmdum.

Nú standa kosningar fyrir dyrum. Það kemur væntanlega í ljós þegar nær dregur hver stefna flokkanna er. Kjósendur geta þá tekið afstöðu út frá því hvort þeir telja efnahagslífinu best borgið með ríkisstyrktri stóriðju eða frjálsu atvinnulífi sem ekki er sníkjudýr á skattgreiðendum.


mbl.is Rúmlega 60% þjóðarinnar vill þjóðaratkvæðagreiðslu um frekari stóriðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2007

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband