Að toga sjálfan sig upp á hárinu

Árið 1998 gaf Landsvirkjun út skýrsluna "Mat á þjóðhagslegum áhrifum stóriðju á Íslandi 1966–1997", eftir dr. Pál Harðarson. Þar kemur fram að arður Landsvirkjunar af virkjunum fyrir stóriðju nemi ríflega 4% á ári á tímabilinu. Þetta virðast margir telja ásættanlegt.

Langt undir eðlilegum kröfum

Markaðurinn krefst þess að fjárfestingar skili í það minnsta sömu ávöxtun og fyrirtæki á markaði skila að meðaltali yfir langt tímabil, að teknu tilliti til áhættustuðuls fjárfestingarinnar sem meta á. Orkusala til stóriðju er jafn áhættusöm og stóriðjan sjálf, því tekjurnar sveiflast með verði framleiðsluvörunnar. Hvað segja svo staðreyndirnar? Að meðaltali hefur bandarískur hlutabréfamarkaður skilað 10–12% árlegri ávöxtun 1966–2006 eftir því hvernig reiknað er, en áhættustuðull málmiðnaðar liggur nærri meðtaltali markaðarins. Á sama tíma hefur "Eignastýring ríkisins" aðeins náð ríflega 4% arðsemi með óbeinni fjárfestingu í stóriðju fyrir lánsfé. Sé litið á nýjustu fjárfestinguna, Kárahnjúkavirkjun, blasir það sama við, og líklega er orkuframleiðsla með jarðhita enn óhagkvæmari en á Kárahnjúkum. Fáir fjárfestar myndu ákveða af fúsum og frjálsum vilja að fela fjármuni sína slíkum aðila, sem ávallt sýnir langtum lakari árangur en aðrir.

Tap í skjóli ríkisábyrgðar

Þegar um ríkið er að ræða er hins vegar sjaldgæft að skaðinn af röngum fjárfestingum birtist strax með beinum hætti. Hann kemur fram á lengri tíma og þá í formi lakari lánskjara ríkisins, sem helgast af því að með þátttöku í verkefnum af þessum toga eykst áhættan af lánum til þess. Þetta er sambærilegt við það hvernig vextir íbúðalána hækka eftir því sem veðsetningarhlutfallið eykst. Venjuleg fjölskylda myndi líklega taka þessi áhrif til athugunar ef hún ætlaði að veðsetja íbúðina til að fjárfesta í fyrirtækjarekstri. En það gerir "Eignastýring ríkisins" ekki.

Alcan eða Actavis?

Þar að auki valda stórframkvæmdir á þenslutíma neikvæðum ruðningsáhrifum – vegna þess að orkuverð er niðurgreitt kemur óarðbærari starfsemi í stað arðbærari, en ekki öfugt eins og þegar frjáls framþróun veldur jákvæðum ruðningsáhrifum. Sum fyrirtæki hætta jafnvel starfsemi eða flytja úr landi. Kjósa kannski Hafnfirðingar á milli Alcan og Actavis á laugardaginn?

Áhætta hverfur ekki með ríkisábyrgð

Orkusala til stóriðju er að öllum líkindum ekki vænlegur fjárfestingarkostur á Íslandi, hvort sem notað er vatnsafl eða jarðhiti. Eina ástæðan fyrir því að hún er stunduð er sú, að ríkið hefur fram til þessa ábyrgst fjárfestingarnar og skaðinn því ekki komið upp á yfirborðið. En áhætta gufar ekki upp þótt veitt sé ríkisábyrgð. Enginn togar sjálfan sig upp á hárinu. Því miður virðist ekki vanþörf á að minna á þetta – jafnvel þótt komið sé árið 2007 og kenningar um ríkisvaldið sem drifkraft efnahagslífsins horfnar af sjónarsviðinu í öðrum vestrænum löndum.

Höfundur er hagfræðingur.


Hver er kostnaðurinn?

Þá er ljóst að verkið er að tefjast um að minnsta kosti ár. Alvöru blað myndi kannski spyrja framkvæmdaaðilann hver kostnaðurinn sé.
mbl.is Borun aðrennslisganga Jökulsárveitu hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. mars 2007

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 288250

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband