Mikilvægur áfangi

Það er stórkostlegt að Alþingi skuli nú loks ná saman um að setja inn í stjórnarskrá eignarréttaryfirlýsingu sem hefur nákvæmlega engin áhrif á þann eignarrétt sem fyrir er. Ef einhver alvara væri á bak við þetta væri að sjálfsögðu rætt um nýtingarrétt en ekki eignarrétt. Enn sannast hið fornkveðna, að því verr gefast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman.


mbl.is Segir frumvarp um auðlindaákvæði eiga áralangan aðdraganda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úlfur, úlfur?

Mér finnst 3-4% lækkun alls ekki hljóma óeðlilega. Kostnaður veitingastaða felst nefnilega ekki bara í hráefni, heldur vega laun, húsnæði, markaðsmál og tækjakostur þungt. 7-8% lækkun á hráefni merkir því alls ekki að eðlilegt sé að verð lækki um 7-8%.

Það er hins vegar mikilvægt fyrir veitingamenn að gefa skýringar á verðlækkuninni eftir því sem kostur er. Annars munu nefnilega alls konar aðilar fara að halda því fram að um samráð sé að ræða, hversu kjánalegt sem það nú er á markaði sem telur hundruð samkeppnisaðila.

 


mbl.is Fjármálaráðherra: Vonbrigði að veitingahúsin hafi ekki lækkað verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. mars 2007

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 288250

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband