14.2.2007 | 12:51
Matlock mynd um Baugsmálið
Alveg merkilegt hvernig dómsmál sem enginn botnar almennilega í skuli geta orðið fréttaefni á forsíðum dagblaða dag eftir dag. Og svo virðist málflutningurinn fyrst og fremst snúast um það að saksóknari, sakborningur og verjandi eyða tímanum í að kalla hver annan fífl og asna!
Það þyrfti einhver kvikmyndagerðarmaður með húmor að búa til svona lögfræðingaþætti um þetta, svona eins og Matlock. Það gæti orðið gaman að því!
![]() |
Verjendur mótmæla löngum yfirheyrslum í Baugsmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2007 | 12:06
Frelsum bændur
Ég óska Jóhönnu bónda hjartanlega til hamingju með geitaostinn - hvar fæst hann annars?
Þetta er enn eitt merki um hvað bændur geta gert fái þeir frelsi til að framleiða. Hvernig í ósköpunum stendur annars á því að ekki megi einfaldlega framleiða geitaostinn heima á bænum? Þannig ætti það að vera, rétt eins og í siðuðum löndum.
![]() |
Geitaostur framleiddur í Búðardal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2007 | 11:49
Er hægt að ræða af viti um fóstureyðingar?
Það er ánægjulegt að umræða um fóstureyðingar skuli nú spretta upp í framhaldi af þjóðaratkvæðagreiðslu Portúgala. Málefnið er mikilvægt. Eins og við er að búast skiptist fólk í tvö horn í þessu máli. Andstæðingar fóstureyðinga byggja afstöðu sína oftast á þeirri skoðun að fóstrið sé lifandi vera í móðurkviði ekkert síður en utan hans. Ein meginröksemdin fyrir fóstureyðingum er sú, að þar sem fóstrið geti ekki lifað utan móðurkviðar sé það hluti af líkama móðurinnar og hún hafi því rétt til að losa sig við það. Gallinn við þessa röksemdafærslu er augljóslega sá, að hana mætti heimfæra til dæmis á fatlaða, aldraða eða aðra sem kunna að vera upp á annað fólk komnir. Því held ég að í raun byggi afstaða fylgjenda fóstureyðinga á þeirri fyrirframgefnu afstöðu að fóstrið sé í raun ekki einstaklingur og njóti því ekki réttinda.
Í báðum tilfellum byggir skoðunin á fyrirfram gefinni sannfæringu. Enn hefur engum tekist að sýna fram á að fóstur sé eða sé ekki mannvera. Og ekki einfaldar það málið, að hægt er að líta mismunandi augum á fóstrið eftir því á hvaða þroskastigi það er.
Það er oft áhugavert, þegar um flókin mál er að ræða, að setja þau í samhengi við aðrar aðstæður. Þannig má oft losna við tilfinningatengingar sem valda ruglingi og skekkja mat. Til dæmis mætti horfa á fóstureyðingavandann þannig án þess að taka afstöðu til spurningarinnar um hvort fóstrið er einstaklingur eða ekki:
Hugsum okkur að við þurfum að komast yfir fljót. Til þess eru tvær leiðir. Annars vegar gætum við farið yfir brú á fljótinu. Hins vegar gætum við gengið fyrir upptök þess. Ef við gerum það gætum við orðið alla ævina á leiðinni. Brúin er því nærtæk. En vandinn er, að á brúnni miðri er stór kassi sem ekki er hægt að komast framhjá. Til að komast yfir brúna þarf að þrýsta á hnapp við brúarsporðinn og setja í gang vél sem varpar kassanum ofan í fljótið. Vandinn er, að í kassanum er kannski maður og öruggt að hann ferst ef við vörpum kassanum í fljótið. Kannski er maður í kassanum, kannski ekki. Við vitum það ekki. Hvað gerum við? Tökum við áhættuna eða göngum við fyrir upptök fljótsins?
Ég held að með því að setja málið í svona samhengi geti orðið auðveldara að ræða það án þess að trúarskoðanir, afstaða til kvennabaráttu og annað slíkt rugli okkur.
14.2.2007 | 09:20
Sjaldgæft sjónarhorn
Eins og Katrín Fjeldsted bendir á er auðlindafrumvarp Jóns Sigurðssonar marklaust sem innlegg í þær deilur sem nú standa um stóriðju- og virkjanamál. Það er ánægjulegt að heyra þingmann Sjálfstæðisflokksins tjá sig á heiðarlegan hátt um þetta mál og ég er sannfærður um að hér endurspeglar hún skoðanir ansi hreint margra innan flokksins þótt þeir séu fáir sem segja hug sinn.
Merkilegt annars með þennan Jón Sigurðsson. Ef ég man rétt byrjaði hann stjórnarsetu sína á því að lýsa því yfir að engin stóriðjustefna væri til. Ekki virtist skipta máli að ríki og opinberir aðilar ættu öll orkufyrirtækin og niðurgreiddu orkuna, niðurgreiddu mengunarkvóta og veittu beina styrki til orkufreks iðnaðar. Nú heldur hann því fram að með áætlun sem tekur gildi eftir að öllum fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum er lokið sé lagður grunnur að sátt um framkvæmdirnar sem áætlunin tekur ekki til! Önnur útspil hafa svo verið á svipuðum nótum.
Nú veit ég ekki hvort þetta er einhver einkahúmor eða hvort maðurinn heldur virkilega að kjósendur séu svo heimskir að hægt sé að plata þá með svona mótsagnakenndum málflutningi. Ég óttast þó að hið síðarnefnda eigi við.
En aftur að Katrínu Fjeldsted og Sjálfstæðisflokknum: Innan flokksins er stór hópur fólks sem hefur smekk fyrir ósnortnu landi. Þar er líka stór hópur fólks sem er andvígt ríkisafskiptum, merkilegt nokk! Katrín talar fyrir munn fyrri hópsins og af augljósum ástæðum á hún samúð þess síðari. Ég er viss um að ef prófkjör færi fram nú ætti fólk með hennar skoðanir auðvelt uppdráttar. Það er umhugsunarefni.
![]() |
Ekki fleiri virkjanir í bili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 14. febrúar 2007
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 288250
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar