28.11.2007 | 21:23
Frábær hugmynd!
Þetta er snjöll hugmynd hjá Alþjóðahúsi.
Í fyrsta lagi eru svona barmmerki líkleg til að fá fólk til að hugsa út í það hvernig við komum fram við útlendinga.
Í öðru lagi gæti ég vel trúað því að þau yrðu til þess að almenningur legði sig fram um að hjálpa erlendum starfsmönnum að læra málið.
Það að hafa tækifæri til að tala erlent mál við heimamenn er líklega besta leiðin til að læra það almennilega. Ég kynntist því eitt sinn sjálfur þegar ég dvaldi í hálfan mánuð í Frakklandi. Við leigðum hús úti í sveit í Provence og húsinu "fylgdi" mikill ágætis húsvörður. Hann kom í heimsókn á tveggja til þriggja daga fresti til að athuga hvort allt væri í lagi. Þær heimsóknir tóku gjarna dáldinn tíma og þá var sest niður yfir kaffibolla og spjallað. Húsvörðurinn góði kunni lítið í ensku en var þeim mun ötulli að tala frönsku við okkur hjónin, bæði hægt og skýrt. Ég held að ég hafi lært meiri frönsku á þessum heimsóknum en öllu frönskunáminu í menntaskóla.
![]() |
300.000 íslenskukennarar virkjaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.11.2007 | 14:35
Hvalapóló?
Fílapóló er flott íþrótt. Verst að á Íslandi eru engir fílar. En við gætum kannski tekið upp hvalapóló í staðinn. Nóg er af hvölunum. Það yrði sannkallað sjónarspil að sjá spengilega íþróttamenn og meyjar þeysa um hafið á háhyrningum eða hrefnum í boltaleik.
![]() |
Hinn eini sanni íslenski fílamaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2007 | 09:03
Blæjur og bleyjur - blátt eða bleikt
Ef ég man rétt var Kolbrún Halldórsdóttir ein þeirra mektarkvenna sem heimsóttu Saudi Arabíu á sínum tíma. Það varð frægðarför einkum fyrir það, að til þeirra sást berandi blæjur fyrir andlitinu. Að flestra dómi eru blæjur þessar og aðrar pakkningar, sem menn suður þar hafa utan um konur sínar, ein helsta táknmynd kúgunar kvenna á okkar tímum.
Nú er mér út af fyrir sig alveg nákvæmlega sama hvernig fatnaður yngstu viðskiptavina fæðingardeildanna er á litinn og þekki ekki ástæðurnar fyrir því.
Eftir því sem ég best veit byggir pólitík VG á þremur stoðum: Sósíalisma, kvenréttindum og náttúruvernd. Ég á erfitt með að sjá hvernig það baráttumál að útrýma bláum og bleikum göllum á fæðingardeildum spítala tengist einhverju af þessum baráttumálum. Það gera hins vegar blæjurnar suður í Arabíu. Líka vandarhöggin og grýtingarnar.
Nú er Kolbrún auðvitað frjáls að því að spyrja. Hún hefur líka betri afsökun en stjórnarliðar, því stjórnarandstæðingar hafa, samkvæmt hefð, veiðileyfi á tíma embættismanna, kvótalaust.
En tæpast verður þetta mál til að styrkja stöðu kynjanna, vinna að framgangi sósíalismans eða vernda náttúruna. Það verður ekki heldur til þess að bæta ímynd íslenskra femínista, sem undanfarið hafa legið undir harðri gagnrýni fyrir aukaatriðapólitík af þessum toga. Er ekki mál að linni?
![]() |
Ekki meira blátt og bleikt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 28. nóvember 2007
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar