20.11.2007 | 22:57
Jafnrétti í orði kveðnu - Ojbjakk!
Get eiginlega ekki sleppt því að bæta aðeins við færslu mína um þetta mál frá því áðan:
Þetta þingmál ber fyrst og fremst vott um hversu fjarri veruleikanum sjálfum fólk getur verið og hversu aukaatriðin geta orðið mikilsverð þegar það hendir. Að mörgu leyti minnir þetta á málflutning margra af hægri væng stjórnmálanna, sem ég vil kenna við "frjálshyggju aukaatriðanna". Frjálshyggja aukaatriðanna er sú pólitík að álykta í sífellu um mál á borð við lögleiðingu eiturlyfja, sölu ríkisútvarpsins, niðurlagningu Sinfóníuhljómsveitarinnar eða annað þess háttar, en láta nægja að gjóa blinda auganu svona í áttina þegar ríkið veður í enn einar stórframkvæmdirnar á kostnað skattgreiðenda, í skjóli blekkinga og af fullkomnu ábyrgðarleysi. Frjálshyggja aukaatriðanna fer í taugarnar á mér vegna þess að hún ber vott um óábyrga forgangsröðun. Raunverulegt frelsi lifandi fólks er aukaatriði, en það sem öllu skiptir er að láta á sér bera.
Umrætt þingmál um hvað skuli kalla ráðherra er upprunnið af hinum væng stjórnmálanna en undir nákvæmlega sömu sök selt. Um það má raunar segja meira: Það á það sammerkt með áherslunni á "málfar beggja kynja" í nýju biblíuþýðingunni, að það snýr alls ekki að veruleikanum sjálfum. Þetta er ekki þingmál sem hefur að markmiði að breyta einu eða neinu í jafnréttismálum. Hér eru það aðeins orðin sem skipta máli. Ekki aðeins orð heldur titlar. Og ekki einu sinni titlar venjulegs fólks heldur aðeins virðingartitlar! Og hvað svo með jafnrétti venjulegra kvenna? Þær eiga kannski bara að éta kökur ef þær eiga ekkert brauð!
Ojbjakk!
Þetta mál ber vott um ákaflega einkennilega forgangsröðun. Tæpast er hægt að segja að Alþingi sé skammtaður of drjúgur tími til að ræða mál sem varða raunverulega hagsmuni lifandi fólks, raunveruleg efnahagsmál eða raunveruleg jafnréttismál. Og þá leggur stjórnarþingmaður fram mál sem líklegt er til að kalla á endalaust þvarg og tímaeyðslu í þingsölum. Og til hvers? Ekki til að efla alvöru jafnrétti. Því markmiðið með svona máli snýr alls ekki að jafnrétti. Það snýr að jafnrétti í orði kveðnu!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.11.2007 | 21:10
Mikið réttlætismál!
Ekki er annað hægt en taka undir þau orð þingkonunnar að það sé "mikið réttlætismál að þessum starfsheitum verði breytt." Það er í raun alveg óskiljanlegt að þær konur sem gegnt hafa ráðherraembættum til þessa skuli hafa komist frá því óskaddaðar. Tæpast er hægt að hugsa sér önnur mikilvægari né brýnni mannréttindamál nú um stundir.
Að auki legg ég til, og hvet baráttukonuna til að taka upp það mál einnig, og hið snarasta, að gert verði óheimilt að nota orðið "maður" um kvenfólk. Tæpast er hægt að ímynda sér neitt meira særandi fyrir konu en að vera kölluð maður!
Það er greinilegt að nýr tónn hefur nú verið sleginn í mannréttinda- og kvenréttindaumræðu hérlendis. Við bíðum spennt eftir næstu snilldarhugmynd!
![]() |
Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2007 | 16:12
Óþefur í stjórnarráðinu?
Alltaf er þetta sama sagan þegar hlutlaust mat er lagt á efnahagsstefnu íslenskra stjórnvalda. Ráðherrarnir fara í fýlu svo óþefurinn berst langar leiðir úr stjórnarráðinu.
Mikið er annars ánægjulegt að greiningarfyrirtækin skuli ekki vera á launum hjá íslenska ríkinu!
![]() |
Mat á lánshæfi ríkisins tengist samdrætti á verðbréfamörkuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.11.2007 | 09:41
Hvað er málið?
![]() |
Eigandi Torrent.is hyggur á varnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 20. nóvember 2007
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar