26.10.2007 | 22:23
Hraðbrautir og almenningssamgöngur
Það er skoðun mín að almennt beri að takmarka ríkisafskipti eins og mögulegt er. Þau kunna hins vegar að vera nauðsynleg þegar kemur að samgöngumálum, enda greiðum við skatta til þess. Hins vegar veltir maður því óneitanlega fyrir sér, þegar um jafn háar upphæðir er að tefla, hvort ekki sé rétt að líta á samgöngumálin í víðara samhengi.
Sundabraut mun vitanlega fyrst og fremst þjóna íbúum höfuðborgarsvæðisins og létta samgöngur milli hverfa og bæjarfélaga hér. Kynni þá ekki að vera rétt að leiða hugann að því hvort fleiri valkostir en vegagerð eru í boði? Hver yrði til dæmis kostnaðurinn við að koma upp og reka almennilegar almenningssamgöngur og draga þá fremur verulega úr vegaframkvæmdum á svæðinu? Í flestum borgum í löndunum í kringum okkur er þetta einmitt stefnan. Ég var til dæmis á ferð í Boraas í Suður-Svíþjóð um daginn. Borgin er álíka stór og Reykjavík, en umferð nánast engin í samanburði. Það var ekki fyrr en ég kom til Stokkhólms, sem er langtum stærri borg, að ég sá svipaðan umferðarþunga og maður upplifir almennt hér.
Með öðrum orðum, ætti ekki að horfa á vegagerð og almenningssamgöngur sem tvær leiðir til að leysa sama viðfangsefnið og velja svo á grundvelli heildarkostnaðar til langs tíma? Standa einhver sérstök rök til annars? Eru almenningssamgöngur eitthvað meiri ríkisafskipti en vegagerð?
![]() |
Sundabrautargöng mun dýrari en áður var talið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2007 | 16:16
Mafían?
Væri þá ekki tilvalið að byrja á að fá mafíuna til að setja upp útibú hér? Nú er Impregilo að fara og eitthvað verður að taka við, ítalskt og gott!
(segi nú bara svona...)
![]() |
Starfshópur kannar möguleika á auknum viðskiptum Ítalíu og Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2007 | 12:07
Hvað um Ingjaldsfíflið...
... í Gísla sögu Súrssonar sem grunnskólanemar lásu af mismiklum áhuga í eina tíð og gera kannski enn? Ingjaldsfíflið var þroskaheftur einstaklingur sem gekk í bandi úti á túni og beit gras. Þarf ekki að banna börnum að lesa Gísla sögu?
Vissulega getur það verið meiðandi fyrir svart fólk að lesa um tíu litla negrastráka. Því verður að hafa samhengið og tíðarandann í huga, ekkert síður en þegar við lesum Gísla sögu og höfum þá í huga að viðhorf gagnvart þroskaheftum voru allt önnur þegar hún var skrifuð en nú er.
![]() |
Rætt um negrastráka, svertingja og tíu litlar húsmæður í Alþjóðahúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 26. október 2007
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar