25.1.2007 | 10:36
Um hvað er kosið?
Nú liggur fyrir að meirihluti Hafnfirðinga er á móti stækkun álversins í Straumsvík. Spurningin er hins vegar sú hvers vegna það þarf að vera vandamál. Ég leyfi mér að draga mjög í efa að þótt Alcan fái ekki leyfi til stækkunar verði álverið flutt úr landi.
Fyrir þessu eru tvær ástæður:
Í fyrsta lagi þessi: Samkvæmt fréttum lítur út fyrir að orkuverð til stækkunar álversins verði mjög lágt. Ef miðað er við kostnað við byggingu og rekstur jarðvarmavirkjana er líklegt að orkuverð verði talsvert undir kostnaðarverði. Öðru máli kann hins vegar að gegna um þann hluta orkusölunnar sem tengist fyrirhuguðum virkjunum í Þjórsá.
Í öðru lagi virðist ekki skortur á mögulegum lóðum fyrir álverið annars staðar á svæðinu eða jafnvel utan þess. Höfum í huga að það er daglegt brauð að fyrirtæki flytji sig um set. Ef miðað er við byggingarkostnað álvers eru litlar líkur til að þegar lágt orkuverð er haft í huga muni væntanlegur flutningskostnaður hér innanlands hafa það í för með sér að álverið verði lagt niður eða flutt erlendis.
Fyrir nokkrum árum var kosið um hvort Reykjavíkurflugvöllur ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni. Niðurstaða Reykvíkinga var sú, að flytja ætti völlinn. Meginforsenda slíkrar ákvörðunar er sú, að landið sé verðmætara sem byggingarland en sem flugvallarsvæði. Með sama hætti hlýtur þessi þáttur að hafa áhrif á afstöðu Hafnfirðinga. Alcan þarf hins vegar að forðast í lengstu lög hræðsluáróður um að álverið verði lagt niður fáist ekki leyfi til stækkunar á núverandi stað. Það er nefnilega svo auðvelt að sýna fram á að slíkt á ekki við rök að styðjast.
![]() |
90% Hafnfirðinga telja líklegt að þeir taki þátt í kosningu um álver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 25. janúar 2007
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 288250
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar