Færsluflokkur: Matur og drykkur

Til hamingju

Frábært fyrir Dill og fyrir Ísland að komast á kortið hjá Michelin. Það kemur reyndar ekki á óvart því Dill hefur um árabil verið frábær veitingastaður með gríðarlegan metnað.

Svo tek ég eftir því að veitingahúsið Matur og drykkur á Grandagarðinum er með Bib Gourmand merkingu hjá Michelin, en hún er notuð fyrir staði sem matgæðingum Michelin þykir bjóða mikil gæði á góðu verði.

Kröfur Michelin eru mjög miklar. Um þriggja stjörnu veitingastaði, en þeir eru færri en 200 talsins í heiminum, segir til dæmis: "Hér fær maður ávallt mjög góðan mat, stundum frábæran". Bara stundum!

 


mbl.is Uppbókað næstu tvo mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hestgjafinn??

Við hjónin ösnuðumst til að kaupa prufuáskrift að uppskriftablaðinu Gestgjafanum.

Misstum samt eiginlega lystina þegar okkur barst fyrsta tölublaðið, stútfullt af hestaketsuppskriftum.

Flaug þá í hug að líklega færi betur á að blaðið héti Hestgjafinn. Veltum svo fyrir okkur með nokkrum óhugnaði hvert þema næsta blaðs yrði: Hundaket, mannaket??

Við ætlum þá að senda inn uppskriftir. Til dæmis kryddlegnar auðmannalundir. Eða atvinnuleysingjasmásteik af fullorðnu! 


Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 287867

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband