Færsluflokkur: Fjölmiðlar
25.3.2017 | 22:46
Jón Múli og Þorsteinn Ö. - og Perse
Mikið óskaplega er Ríkissjónvarpið leiðinlegt.
Nú er til dæmis verið að sýna afgamla ameríska dans og söngvamynd, líklega í tíunda sinn. Viðmiðið í kvikmyndavalinu er að öllum líkindum að höfundarrétturinn sé útrunninn þegar um bíómyndir er að ræða. Valið á heimildamyndum snýst svo um að efnið sé eins óáhugavert og hugsast getur, kvikmyndatakan þannig að helst líti út fyrir að tökumaðurinn sé drukkinn eða þaðan af verra, þulnum leiðist og leikstjórinn hafi ekki einu sinni leitt hugann að þeirri fjarstæðu að reyna að afla sér höfundarréttar á ósköpunum. Og myndirnar sænskar.
Samt held ég tryggð við þetta - hef þ.e. aldrei látið mér detta í hug að kaupa áskrift að annarri sjónvarpsstöð. Er líklega hollvinur RÚV. Þó ekki þannig að ég hafi gengið í Hollvinasamtökin sem hafa það opinbera markmið að æsa sig ef einhver komminn er rekinn, en líklega það leynilega markmið að vekja upp Jón Múla og Þorstein Ö. frá dauðum og hafa í útvarpinu, líka þótt það takist ekki alveg að vekja þá upp. Banna litasjónvarpið. Svarthvíta líka. Útvarpa svo bara á langbylgju. Tvo tíma á dag. Fréttir. Og karlakórar.
----
Annars er kannski bara ágætt að það sé leiðinlegt í sjónvarpinu.
Meðan dansmyndin kláraðist tókst mér að minnsta kosti að byrja að kynna mér einkar frumlega greiningu Carol Rigolot á Anabase eftir Saint-John Perse, en hún hefur komist að því að líklega sé Perse í kvæðinu í og með að hæðast að hugmyndum Platóns og Sókratesar um hið fullkomna ríki (enda pirraður á Platóni eins og flestir með viti). Í ríki Platóns er enginn óþarfur, en í ríki Perse er pláss fyrir bæði "þann sem hugleiðir líkama kvenna" og hinn "sem hefur ferðast og dreymir um að fara aftur".
----
(titillinn er tilraun til að sannprófa þá kenningu Sæmundar Bjarnasonar að fleiri lesi bloggið ef mannanöfn eru í titlinum (en kannski eru svosem allir búnir að gleyma jónimúla og þorsteiniö))
Fjölmiðlar | Breytt 26.3.2017 kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar