Lýsingarorðið sem vantar ...

... er að öllum líkindum "ólöglegur" framan við "landnemi".
Ólöglegur landnemi er í rauninni sambærilegur við innbrotsþjóf.
Atburður eins og þessi er vissulega sorglegur, en því má ekki gleyma að landnemar sem brjóta alþjóðalög með búsetu á hernumdum svæðum eru sjálfir ábyrgir gerða sinna.
mbl.is Landnemar drepnir í grjótkasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íran vestursins

Bandaríkin eru Íran vestursins. Réttarvitund bandarískra ráðamanna grundvallast á því að sé glæpur framinn skuli einhver gjalda fyrir hann. En það skiptir engu máli hvort sá sem geldur fyrir glæpinn hefur sjálfur framið hann.
mbl.is Troy Davis tekinn af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirlitlegt réttarfar

Bandarískt réttarfar er frumstætt og fyrirlitlegt. Það eitt að krefjast þess að dauðadæmdur maður sanni sakleysi sitt þegar ljóst er að málatilbúnaður á hendur honum er byggður á blekkingum, þvingunum og fölsunum og engin sönnunargögn eru fyrir hendi sýnir það svo ekki verður um villst.
Það er ömurlegt að fylgjast með ráðamönnum í slíku landi markaðssetja sjálfa sig sem talsmenn mannréttinda. Svona lýður ætti að halda sér saman og reyna fremur að taka til í eigin ranni!
mbl.is Áfrýjun Troy Davis hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margfeldisáhrif í lagi!

Nú er lag að nota einfaldlega allar skatttekjur ríkisins í að búa til bíó. Þá verðum við fljótlega ríkasta land í heimi.
mbl.is Hver króna kemur fimmfalt til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þarf djöfladýrkendafélag

Nú væri réttast að sniðugir menn tækju sig til og stofnuðu djöfladýrkendasöfnuð, svona til að láta reyna á jafnræðið og sanngirnina, að gamni.
mbl.is Jafna stöðu lífsskoðunarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk sjálfsmorðsárás?

Ekki virðist þetta nú gæfulegt skref hjá Guðmundi Steingrímssyni.
Hvað ætli flokkurinn eigi að heita? Mummi og rugludallarnir, kannski?
mbl.is Viðræður við Besta flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi landsfundur?

Landsfundurinn í haust gæti þá eftir allt saman orðið spennandi.
Það er í það minnsta ljóst að Hanna Birna hefur reynst öflugur forystumaður, bæði sem borgarstjóri og sem leiðtogi minnihlutans í Reykjavík undanfarin misseri. Því kemur ekki á óvart að þrýst sé á hana nú.
mbl.is Útilokar ekki neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldarlausn!

Í morgun birti Morgunblaðið umfjöllun um hvernig svonefndum auðlegðarskatti er beitt til að reyta ævisparnaðinn af gömlu fólki með lágar tekjur. Mun liggja fyrir að greiðendur skattsins falli flestir í þann hóp.
Með úttekt séreignarsparnaðar leysist málið. Í stað þess að selja húsin sín til að eiga fyrir skattinum geta nú gamlingjarnir tekið út séreignarsparnaðinn sinn og notað hann til að greiða auðmannaskattinn (auðvitað þegar búið er að borga helminginn af honum í aðra skatta).

Allir ánægðir?


mbl.is Vilja hækka hámarksúttekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað annað? Einhvern annan Kínverja?

Löngum hefur VG verið legið á hálsi fyrir að vilja eitthvað annað en byggja virkjanir með tapi á kostnað skattgreiðenda til að byggja upp atvinnu í landinu. Það er hlálegt að nú þegar "eitthvað annað" býðst - kínverskur fjárfestir og náttúruverndarsinni vill byggja upp ferðaþjónustu á öræfum - skuli eitthvað annað ekki lengur nægja, nú heimta menn einhvern annan, kannski einhvern annan Kínverja, enda nógir til eins og framsýnn stjórnmálaforingi á vinstri kantinum hefur bent á?

En kannski ætti það ekki að koma á óvart.

Hins vegar vekur málflutningur sumra forystumanna Sjálfstæðisflokksins spurningar um heilindi þeirra í hinu sífellda sífri um að nú verði að "skapa störf". Vitanlega þarf að kanna tilgang og bakgrunn fjárfestisins. En snemmbúnar yfirlýsingar um að ekki eigi að leyfa honum að fjárfesta, án þess að skoða einu sinni málið, gætu bent til að þessir forystumenn væru einfaldlega andvígir framþróun atvinnulífsins og sér í lagi á móti uppbyggingu sem hvorki veldur skattgreiðendum framtíðarinnar búsifjum né leiðir til náttúruspjalla (les: starfa fyrir þau verktakafyrirtæki sem eru forystumönnunum þóknanleg.)

Ánægjulegt er þó að sjá að ekki taka allir þingmenn flokksins undir slíkan málflutning.


mbl.is Fögnuðu áformum Huangs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frú Robespierre og byltingardómsdóllinn

Aðförin að Geir Haarde verður skammarlegri eftir því sem hún vindur frekar upp á sig.
Enginn lögmaður sem vandur er að virðingu sinni myndi láta beita sér í pólitískum réttarhöldum af þessu tagi.
Ætli saksóknarinn hljóti ekki að upplifa sig sem formann byltingardómstóls að hætti frönsku ógnarstjórnarinnar á sinni tíð - einhvers konar kvenkyns Robespierre - því vart getur hlutverkið vakið með henni faglegt stolt?
mbl.is Óljós málatilbúnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2011
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband