Réttmæt varfærni eða fordómar?

Það er eðlilegt að spurningar vakni þegar nýr fjárfestir frá landi sem margir óttast vill kaupa hér stórt landsvæði. Rétt er að áður en kaupin verða samþykkt verði leitast við að svara slíkum spurningum.
Margt af því sem varpað hefur verið fram í umræðunni ber hins vegar sterkan keim af fordómum, þekkingarleysi og nesjamennsku.

Dæmi:
Spurt er hvers vegna maðurinn þurfi allt þetta land, ætli hann aðeins að byggja hótel. Sá sem vill bjóða upp á safariferðir í Afríku veit að hótelið hans er lítils virði nema tryggður sé aðgangur að stóru landsvæði með villtu dýralífi. Sama á við um þann sem vill bjóða upp á dvöl á ósnortnu svæði. Kínverjinn veit vafalaust að tryggi hann sér ekki svæðið væru innfæddir vísir til að fara að koma þar upp einhverjum vonlausum verksmiðjum, virkjunum eða einhverju slíku til að tapa á. Með því að eiga svæðið sjálfur hindrar hann slíkt.

Spurt er hvort ekki sé gruggugt að vilja fjárfesta í hálfgerðri eyðijörð lengst uppi á heiði. Þannig spyrja þeir sem skilja ekki að verðmæti eru fleira en fiskur og ál. Kínverjinn er alvöru kaupsýslumaður og ferðafrömuður og veit að auðnir og ósnortið land verður aðeins verðmætara eftir því sem jörðin verður þéttbýlli.

Spurt er hvort kínversk stjórnvöld séu með þessum kaupum að tryggja sér yfirráð yfir væntanlegum siglingaleiðum um norðurhöf. Ja, höfnin á Grímsstöðum er greinilega strategískt staðsett!

----------

En eiga þá efasemdir engan rétt á sér? Jú, vissulega er eitt sem rétt er að velta alvarlega fyrir sér: Kínverjar þurfa leyfi stjórnvalda heima fyrir til að fjárfesta. Væntanlega geta þau þá líka skipað þeim að hypja sig verði þau ósátt við landið sem fjárfest var í. Við þurfum því hugsanlega að forðast að verða of háð kínverskum fjárfestingum til að slíkir hagsmunir fari ekki að hafa áhrif á afstöðu okkar, t.d. til þeirra mannréttindabrota sem kínversk stjórnvöld stunda grimmt. Með öðrum orðum, við þurfum að forðast að selja samvisku okkar.


mbl.is Gæti þurft að hætta við kaupin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2011
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband