Ákaflega málefnaleg frétt

Hvaða ályktun á maður nú að draga af þessu? Er hún sú að umræður þessara manna um hungur í heiminum hljóti að vera tilgangslausar fyrst þeir fengu að éta? Eða að þeir meini ekkert með umræðunum fyrst þeir fengu að éta?

Áttu þeir þá að fasta áður en þeir færu að ræða um hungur í heiminum?

Er ég að lesa moggann eða er ég að hlusta á umræður á Alþingi kannski?


mbl.is G8: Fimm rétta máltíð áður en rætt verður um hungur heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákaflega einfalt mál

Ef ábyrgðargjaldið endurspeglar til fulls ávinning fyrirtækisins af ábyrgðunum jafngildir það áhættunni sem borgin tekur með því að veita ábyrgðirnar. Sé svo eru ábyrgðirnar vitanlega óþarfar.

Sé gjaldið hins vegar lægra en nemur áhættunni er það auðvitað of lágt.

Einfaldast er því að leggja ábyrgðirnar af. Þá þarf enginn að vera í neinum vafa!


mbl.is Telja ábyrgðargjald óeðlilega lágt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sko til!

Það er afar ánægjulegt að sérfræðingarnir skuli nú hafa komist að þeirri niðurstöðu að í bönkum þurfi að vera einhverjir aurar til að lána út. Það lofar svo sannarlega góðu haldi menn áfram á þessari braut!


mbl.is Aðgangur að lánsfé lausnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsunarvilla að nota skólaeinkunnir

Það er furðulegt að sérfræðingum ráðuneytisins skuli aldrei hafa flogið í hug að einkunnagjöf hlýtur alltaf að meira eða minna leyti að miðast við þann hóp sem til staðar er. Þ.e. dreifing einkunna verður yfirleitt svipuð óháð getu hópsins. Þess vegna getur einkunnin 8 haft mjög misjafna merkingu eftir því hvort hópurinn er afburðanemendur eða skussar.

Samræmd próf voru sett á til að forðast þetta vandamál. Það er ánægjulegt að menntamálaráðherra skuli nú vilja endurskoða niðurfellingu þeirra.


mbl.is Allir fengið skólavist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Júlí 2009
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 288242

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband