Eitthvað gruggugt?

Það hljómar nú hálf einkennilega ef hagvöxtur í útlöndum verður meiri en hér - ekki hafa þeir alla þessa vatnsorku sem við höfum. Þá geta þeir ekki byggt nein álver og þá verður auðvitað enginn hagvöxtur. Ég hvet IMF til að endurskoða þessa spá sína og tala við íslenska ráðamenn áður en þeir senda eitthvað svona frá sér aftur!
mbl.is Mesta hagvaxtarskeiðið í rúma þrjá áratugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfir á rauðu - ekkert stopp!

Flokksformaðurinn sem fyrir skemmstu hóf stjórnmálaferil sinn á því að lýsa yfir að engin stóriðjustefna væri til byggir nú kosningabaráttu sína á nákvæmlega sömu stóriðjustefnunni. Svo á að bora jarðgöng á 2-3 stöðum á landinu næstu ÁRATUGI - væntanlega sama hvar er - líklega til vara ef ekki fást nógu mörg álver í gjafarafmagnið. Maður er bara farinn að sakna Halldórs Ásgrímssonar ... mikið!
mbl.is Framsóknarmenn boða áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir fyrir landbúnaðinn?

Kannski þetta verði til þess að íslenskur landbúnaður fari að ganga betur? Nú er bara að láta kýrnar prumpa frá sér allt vit og vona það besta!
mbl.is Góð og slæm gróðurhúsaáhrif í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það ekki bara allt í lagi?

Það er vafalaust rétt að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði kynni að valda því að einhverjir álframleiðendur hugsuðu sig um tvisvar áður en þeir leggðu í kostnað við undirbúning álvera hérlendis. En er það ekki bara gott? Viljum við fjárfesta sem koma hingað aðeins vegna þess að misvitrir stjórnmálamenn bjóða þeim orku frá virkjunum sem standast ekki eðlilega arðsemiskröfu?
mbl.is SA segir atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði umhugsunarefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markviss fækkun?

Ja, það er greinilega ekki hagur Hafnarfjarðar að fólk flytji þangað, eða hvað? - Ætli enginn hafi annars flutt lögheimilið til að kjósa með stækkun?
mbl.is Hagur Hafnarfjarðar segir brögð í tafli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa sóma af þessu

Ég verð nú að viðurkenna það, að þótt ég sé ekki sérstakur aðdáandi Samfylkingarinnar, hefur hún heldur haft sóma af þessu máli en hitt. Það er auðvitað mjög sérstakt að ákvörðun sem varðar eitt fyrirtæki sé tekin út fyrir hefðbundna stjórnsýslu með þessum hætti, en í ljósi þess hversu mikil áhrif stækkun hefði haft á umhverfi, fasteignaverð og framtíðarþróun bæjarins var það alls ekki óeðlilegt. Niðurstaða kosninganna er svo annar kapítuli - hvern hefði órað fyrir þessu fyrir fáeinum árum?
mbl.is Sveitastjórnarráð Samfylkingarinnar óskar Hafnfirðingum til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2007
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 288250

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband