La fete de la superficialité

Ég las í sumar nýjustu bók Milans Kundera, La fete de l'insignificance. (Það þýðir hátíð merkingarleysunnar.) Það var skemmtileg bók.

Ég legg til að ævisaga Vigdísar Finnbogadóttur fái heitið La fete de la superficialité. (Það þýðir hátíð yfirborðsmennskunnar.) En ég veit ekki hvort það verður skemmtileg bók.


mbl.is Fyrsta skóflustunga að Stofnun Vigdísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðugasta nefndin

Yfirleitt glottir maður nú yfir því sem Mannanafnanefnd lætur frá sér. Og ekki fær maður varist brosi þegar nefndin mælir svo eindregið gegn eigin andláti. Ekki síst þegar ógninni frá Gula hanskanum voðalega er mætt af jafn eindregnu hugrekki og aðdáunarverðri veruleikafirringu, ekkert gefið eftir heldur stríðshanskanum kastað og heimtað enn meira af sérfræðiálitum, nefndum og ráðum til að sjá um að fólk heiti nú örugglega ekki eitthvað asnalegt.

Eins og megnið af nefndum er Mannanafnanefnd er auðvitað alveg tilgangslaus og kjánaleg nefnd. Hvers vegna er ekki bara hægt að treysta prestum og öðrum trúarleiðtogum til að koma í veg fyrir að fólk sé að skíra börnin sín einhverjum ónefnum - ef þess þarf þá yfirleitt?

En Mannanafnanefnd er sniðug. Maður getur hlegið að henni. Það eru eiginlega engar aðrar nefndir sniðugar. Þess vegna vil ég ekki láta leggja hana niður fyrr en búið er að stúta öllum hinum nefndunum sem eru ekki sniðugar.

Tökum upp hanskann fyrir Mannanafnanefnd og verjumst atlögu Gula hanskans!


mbl.is Telur frumvarpið ekki vera til bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifur og hunang

"Lifur og hunang eru náttúrulega nátengd ..."

Þetta er einfaldlega einhver snilldarlegasta staðhæfing sem undirritaður hefur heyrt. Verður lengi í minnum höfð.


mbl.is Selja dauðvona sjúklingum von
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2015
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 288229

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband