28.2.2008 | 09:49
Vandi þingsins
Vandi Alþingis kristallast í umræðum af þessum toga. Tilefnið hér er það, að tveir þingmenn taka sig til og setja fram í blaðagrein hugmyndir að nýrri sýn á úrlausnir efnahagsvandans. Strax í kjölfarið hefst vanabundið upphlaup í þinginu þar sem menn virðast taka sér stöðu í venjubundnum skotgröfum, augljóslega án þess að hafa fyrir því að kynna sér málið neitt sérstaklega vel!
Áhrif peningastefnunnar á efnahagslífið, samspil hennar við óróa á erlendum fjármálamörkuðum og gegndarlausar fjárfestingar ríkisins verða þess utan tæpast greind á einum þingfundi. Enn síður nú, eftir að ítarlegur rökstuðningur hefur verið bannaður í þinginu. Jafnvel þótt einhver afburða hagfræðingur sem kynni skil á málinu í heild sæti á þingi, fengi hann aldrei tækifæri til að rökstyðja niðurstöðu sína, því samkvæmt Morfisreglunum nýju mætti hann bara tala í fimm mínútur!
![]() |
Deilt um tillögur Bjarna og Illuga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2008 | 09:27
Roð, fiskar, færi og net
Halldór Blöndal fjallar um nýju biblíuþýðinguna í ágætum pistli í Mogga um helgina. Sýnir hann fram á að máltilfinningu þýðingarnefndar virðist eitthvað ábótavant og tekur sem dæmi orðalagið að leggja net til fiskjar.
Þessu svarar sr. Sigurður Pálsson í blaðinu í gær. Virðist hann misskilja gagnrýni Halldórs og halda að þeim síðarnefnda finnist annkannalegt að tala um netalögn. Það er bersýnilega ekki svo:
Menn róa til fiskjar. Svo renna þeir fyrir fisk og kannski kemur fiskur aðvífandi og bítur á. Menn leggja net. En þeir leggja þau ekki til fiskanna heldur fyrir þá. Alveg eins og þeir renna færinu fyrir fiskana en ekki til þeirra. Alveg eins og við leitum að einhverju, en ekki af því.
Að skrifa texta er á margan hátt eins og að leggja net. En það net er ekki lagt fyrir fiska heldur orð. Netið er máltilfinning höfundarins. Hún fæst bara með því að lesa góðar bækur og hlusta á fólk sem hefur góða máltilfinningu. Ef netið er vel riðið raðast orðin í það fagurlega. En ekki ef það er gisið og götótt.
Eins og Halldór Blöndal bendir réttilega á er margt ankannalegt í orðfæri nýju biblíuþýðingarinnar. Netið er feyskið og textinn því eins og bögglað roð fyrir brjósti lesandans. Slíkt gerist stundum þegar nefndir skrifa.
Halldór hvetur Biblíufélagið til að prenta nýtt upplag af eldri útgáfu Biblíunnar. Ég tek undir það. Biblíufélagið á ekki að bjóða lesendum upp á ruður heldur fallegan afla veiddan með haglega gerðu neti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.2.2008 | 23:04
Leikskólakennarar í sandkassa?
Sú hugmynd að athuga möguleika á því að koma á fimm ára deildum í fáeinum grunnskólum hlýtur að miða að því að auka valfrelsi og mæta betur þörfum barna. Það vita flestir sem hafa umgengist börn að þroski þeirra á þessu aldursskeiði er afar misjafn. Sum börn eru alls ekki tilbúin til þess að hefja skólanám fimm ára, en öðrum er farið að leiðast í leikskólanum og þurfa á meira krefjandi verkefnum að halda.
Það er kannski ósanngjarnt að segja, að ástæða andstöðu félags leikskólakennara við þessa hugmynd grundvallist á því, að komi hún til framkvæmda fækki viðskiptavinum leikskólanna. En því miður hljómar það þannig meðan félagið setur ekki fram nein haldbær rök fyrir afstöðu sinni. Því það eru ekki haldbær rök að fullyrða að það sama henti öllum fimm ára börnum. Slík afstaða lýsir lítilli þekkingu á þroska þeirra.
Er ekki að verða kominn tími til þess, að fólk sýni þann þroska að geta rökrætt nýjar hugmyndir fordómalaust í stað þess að vippa sér alltaf niður í pólitískar skotgrafir þótt svo vilji til að hugmyndin komi frá einhverjum sem tilheyrir annarri pólitískri fylkingu?
Og hvers vegna þurfa talsmenn starfsstétta alltaf að bregðast ókvæða við og hlaupa í nauðvörn þegar tillögur um breytingar sem snerta félagsmenn þeirra eru settar fram?
Er ekki skynsamlegra að skríða upp úr sandkassanum og reyna frekar að fylgja þeim boðorðum um samskipti sem leikskóla- og grunnskólakennarar eru nú einu sinni að leitast við að innræta börnunum?
Hvernig væri það?
![]() |
Leikskólakennarar andvígir 5 ára bekkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.2.2008 kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2008 | 10:48
Glæsilegur árangur!
Enn og aftur sýnir íslenska skylmingaliðið frábæran árangur!
Það hefur verið gaman að fylgjast með uppbyggingu ólympískra skylminga hérlendis síðastliðin ár. Að öðrum ólöstuðum má þar fyrst og fremst þakka þennan árangur Nikolay Mateev þjálfara, sem hér hefur lyft grettistaki og helgað sig uppbyggingu íþróttarinnar hérlendis af ótrúlegri fórnfýsi.
Það starf sem Nikolay og félagar vinna nú með börnum er frábært og miðað við þá alúð sem lögð er við það má vafalaust vænta enn frekari afreka í framtíðinni.
![]() |
Góður árangur skylmingamanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2008 | 09:21
Hversu stórt er þetta mál í raun og veru?
Ég hef í gegnum tíðina alls ekki verið sérstakur stuðningsmaður Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í stjórnmálum og skal fúslega viðurkenna að stuttrar veru hans í stól borgarstjóra verður tæpast minnst sem "grande epoque" af neinu tagi.
Mér blöskrar samt eiginlega sú atlaga sem nú er gerð að kallgreyinu því ég held að þegar grannt er skoðað hafi málflutningur hans í þessum umrædda kastljósþætti síst verið óheiðarlegri en maður á að venjast þegar stjórnmálamenn eiga í hlut yfirleitt.
Vilhjálmur sagðist hafa fengið það álit borgarlögmanns að hann hefði umboð til að ganga frá samningum í REI málinu margfræga. Síðar kom í ljós að þetta var ekki rétt. Hann sagði sumsé ekki rétt frá.
Tvær ástæður gætu legið hér að baki. Annars vegar kynni að vera um vísvitandi ósannindi að ræða, sem þá væru væntanlega sett fram til að verja einhverja hagsmuni. Hins vegar geta menn misst slíkt út úr sér í hugsunarleysi.
Þegar horft er til eðlis þessa máls finnst mér eiginlega augljóst að hið síðara eigi við fremur en hið fyrra. Spurningin um álit borgarlögmanns skipti nefnilega í rauninni engu máli. Vilhjálmur hefði allt eins getað svarað spurningunni um umboð sitt þannig, að hann hafi sjálfur talið sig hafa umboð. Ég fæ sumsé ekki séð, að á bak við ranghermi Vilhjálms liggi neins konar ásetningur um að beita ósannindum til að verja einhverja tiltekna hagsmuni eða stöðu. Þegar svo er hljóta ósannindin að verða öllu léttvægari en annars.
Eins og ég nefndi í upphafi er málflutningur stjórnmálamanna afar oft óheiðarlegur. Þeir fara í kringum mál. Þeir láta líta út fyrir að hafa svarað spurningum án þess að svara þeim. Þeir lofa aðgerðum, framkvæma ekkert, en reyna síðan að slá ryki í augu fólks svo það haldi að þeir hafi staðið við loforðin. Þeir treysta á gleymsku kjósenda og einfeldningshátt blaðamanna.
Eigi óheiðarleiki að verða mönnum að falli í stjórnmálum held ég að ýmsir hlytu að standa framar í röðinni en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, en hvort klaufaskapur af þessum toga nægir til að velta mönnum úr sessi veit ég ekki.
Hitt er svo annað mál, að það kynni að vera skynsamlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að nota tækifærið og koma arftaka Vilhjálms í borgarstjórastól fyrir kosningar, takist á annað borð að velja hann.
![]() |
Vilhjálmur geri upp hug sinn í vikunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2008 | 12:59
Andsettir?
Það er auðvitað dapurlegt til þess að vita að illir andar skuli ásækja krakkagreyin í Úganda. Þau þurfa náttúrlega að fá prest!
En eitthvað hefur ritvillupúkinn greinilega verið að ásækja mbl.is, því þegar einhver er haldinn illum anda heitir það ekki að vera andsettur, heldur andsetinn. Nema þetta sé kannski svona í nýju biblíuþýðingunni?
![]() |
Andsetnir nemendur í Úganda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 288246
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar