28.2.2015 | 00:37
Og hvað er maðurinn ákærður fyrir?
Tæpast er hann ákærður fyrir þjófnað á fóstri konunnar - varla varðar það 21 árs fangelsi.
Hann hlýtur að vera ákærður fyrir morð? Og þá hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna. Eru ekki fóstureyðingar löglegar í Noregi? Hvernig getur það verið meira morð að drepa ófætt barn gegn vilja móðurinnar en með vilja hennar?
![]() |
Eyddi fóstri kærustunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2015 | 10:40
Versnar í því
Jæja, þá stefnir í að ástandið hér verði eins og í öðrum löndum þar sem áfengi er afgreitt í matvöruverslunum. Lítum bara á Þýskaland, Grikkland, Frakkland, Bretland, Danmörku, Sviss, Holland, að ekki sé talað um Bandaríkin. Þarna liggur fólk hvert innan um annað, niður í ómálga börn, ósjálfbjarga af drykkjuskap og vesaldómi. Viljum við þetta virkilega, Íslendingar?
![]() |
Áfengisfrumvarp afgreitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2015 | 21:00
Góð niðurstaða
Það er ánægjulegt að sjá að dómari gerir þá sjálfsögðu kröfu að hið opinbera eftirlitsapparat uppfylli lágmarkskröfur um vönduð vinnubrögð. Það að þetta mál skuli yfir höfuð hafa farið fyrir dóm er furðulegt í ljósi þess hversu veikburða málatilbúnaðurinn bersýnilega var.
![]() |
Ekki nóg að taka eitt sýni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2015 | 19:14
Gatnakerfið að verða eins og í Sovétríkjunum
Nú njótum við afleiðinga þess að fé borgarinnar er fremur notað til að koma upp vegatálmum en viðhalda gatnakerfinu.
Hvað býður hinn sósíalíski meirihluti okkur upp á næst?
![]() |
Mikið álag á leigubílum vegna hola |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2015 | 17:04
Hið opinbera lætur ekki að sér hæða
Stundum finnst manni sem starfsmenn hins opinbera líti á það sem sitt helsta hlutverk að flækjast fyrir almennum borgurum með alls kyns fíflaskap, bara til að sýna vald sitt.
Hvað ætli þessi fáránlegi bjálfagangur starfsmanna tollsins kosti okkur skattgreiðendur þegar upp er staðið?
Og ætli einhver verði dreginn til ábyrgðar fyrir apaháttinn? Það efast ég um.
![]() |
Leifur fær endurgreitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2015 | 17:11
Er ekki að verða komið nóg?
Hvaða umræða er það sem Ásmundur Friðriksson vill taka? Er það umræðan sem hann hóf um daginn þegar hann hvatti til að njósnað yrði um þá múslima sem hér búa?
Hvað á hann við þegar hann áfellist menn fyrir að lýsa "stuðningi" við þann sem framdi morðin í Kaupmannahöfn? Er hann þá að áfellast fólk fyrir að syrgja hvernig fór fyrir þessum unga manni og styðja fjölskyldu hans í kjölfar voðaverkanna?
Þessi ungi maður var nefnilega líka fórnarlamb. Hann var fórnarlamb ofstækisáróðursins sem náði tökum á honum. Viðbrögð þeirra sem lagt hafa blóm að staðnum þar sem hann var skotinn sýna skilning á þessu og það er einmitt sá skilningur sem er grundvöllur þess umburðarlynda, kristna samfélags sem við viljum lifa í.
![]() |
Tjáningarfrelsið aðeins fyrir útvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2015 | 16:01
Stenst Glaumbær nútíma staðla?
Sé það gild ástæða til að rífa hús að þau séu ekki byggð í samræmi við nútímastaðla, hljóta þá ekki þessir framfarapostular að beina sjónum sínum að þeim fáu burstabæjum sem menningarleg ættmenni þeirra náðu ekki að eyðileggja á síðustu öld? Þarf ekki að setja ýtuna á Glaumbæ í Skagafirði, Burstafell í Vopnafirði og annað þess háttar "drasl"?
![]() |
Niðurrif menningarlegt slys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2015 | 10:53
Gott fyrir lýðræðið?
Hvernig má það vera að það að sakfellt sé í sakamáli skipti máli fyrir stjórnskipun landsins? Hefði sýknudómur aukið líkur á að hér yrði breytt um stjórnskipun, til dæmis komið á einveldi eða alræði öreiganna? Ef ekki, er þá ekki fullkomlega merkingarlaust að segja að sakfellingin sé góð fyrir lýðræðið?
Svo er það auðvitað sjálfstæð spurning hvort rannsóknardómarinn sem vitnað er í telur að dómstólar eigi að grundvalla dóma sína á því hvaða skoðun dómararnir hafa á áhrifum dómanna á stjórnskipan. Við verðum að vona ekki.
![]() |
Mjög gott fyrir lýðræðið á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2015 | 14:15
Flytur Primera úr landi?
Flugfélög starfa eðli málsins samkvæmt á alþjóðlegum samkeppnismarkaði. Það merkir íslensk flugfélög þurfa að keppa við erlend flugfélög sem kunna að búa við lægri laun en tíðkast hér. Ef munurinn er svona mikill - og að öðru óbreyttu - hlýtur þá ekki að enda með því að meira og minna öll flugfélög í harðri verðsamkeppni hverfi einfaldlega frá löndum þar sem launakostnaður er hár og óheimilt að ráða erlenda starfsmenn á lægri launum? Félögin geta auðvitað haldið áfram að fljúga til þessara landa, en þau halda tæpast áfram að hafa starfsstöðvar sínar þar.
![]() |
Geirneglir starfsemi Primera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2015 | 10:16
Athygliverðar tölur
Þetta eru sannarlega athygliverðar tölur og áhugavert að velta skýringunum fyrir sér. Eins væri gaman að sjá hvernig þessi skipting er í öðrum löndum - hversu lík eða ólík hún er.
![]() |
Íslenskur vinnumarkaður kynskiptur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 288229
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar